Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu lentu ekki í neinum vandræðum með Norðmenn í Jönköping í dag.
Svíar betri frá upphafi og leiddu með sex marka mun, 20-14, í hálfleik. Svíar héldu áfram að lemja á Norðmönnum í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi átta marka sigur, 37-29.
Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi og virðast Svíar vera lengra komnir með sinn undirbúning en Norðmenn sem eru bjartsýnir eftir gott gengi á EM fyrir ári síðan.
Liðin mætast aftur á morgun.

