Tilvonandi yfirmaður njósnamála Bandaríkjanna var settur á svartan lista Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 17:40 Dan Coats. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00
Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45
Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40