Rassskellur á móti Dönum er enginn heimsendir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2017 06:00 Geir Sveinsson. Vísir/Ernir Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira