Trump reiður út í Meryl Streep Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 11:55 Meryl Streep og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira