Geir Sveinsson hefur skorið niður um einn leikmann í landsliðshópi Íslands fyrir HM í handbolta sem hefst á miðvikudaginn.*
Tandri Már Konráðsson dettur úr hópnum en átján leikmenn tóku þátt í æfingamóti í Danmörku um helgina.
Vignir Svavarsson missti þó af síðasta leiknum, gegn Dönum í gærkvöldi, vegna veikinda og hefur verið ákveðið að hann haldi heim á leið til Íslands vegna þessa.
Hefur ekki verið ákveðið um þátttöku hans á mótinu í Frakklandi samkvæmt upplýsingum í fréttatilkynningu HSÍ til fjölmiðla í dag.
Aron Pálmarsson var ekki með á æfingamótinu í Danmörku um helgina vegna meiðsla og varð eftir hér á landi til að fá aðhlynningu. Hann heldur þó utan í dag og kemur til móts við landsliðshópinn ytra.
*Uppfært 13.45: Orðalagi setningarinnar hefur verið breytt frá fyrstu útgáfu fréttarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ er Geir ekki búinn að velja lokahópinn sinn fyrir HM í Frakklandi. Eingöngu er ljóst að Tandri Már verður ekki í lokahópnum, sem verður væntanlega tilkynntur á morgun, þriðjudag.
Íslenski hópurinn:
Markmenn
Aron Rafn Eðvarðsson, Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer HC
Línumenn
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Vignir Svavarsson, Team Tvis Holstebro*
Vinstri hornamenn
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Hægri hornamenn
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC
Vinstri skyttur
Guðmundur Hómar Helgason, Cesson Rennes
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Leikstjórnendur
Arnór Atlason, Aalborg Håndbold
Gunnar Steinn Jónsson, Kristianstad
Janus Daði Smárason, Haukar
Hægri skyttur
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, Hannover/Burgdorf
*Vignir Svavarsson hélt heim til Íslands vegna veikinda og hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið hjá honum.

