CES 2017: Vélmennin voru fyrirferðarmikil Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 16:30 Fjölmörg vélmenni voru til sýnis á ráðstefnunni. Vísir/GETTY Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira