Viðskipti erlent

Volvo vinnur með Microsoft

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bílar sem þessi verða útbúnir Skype í framtíðinni.
Bílar sem þessi verða útbúnir Skype í framtíðinni. vísir/vilhelm
Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur komist að samkomulagi við Microsoft um að innleiða viðskiptaútgáfu Skype í bíla sína. Munu bílstjórar slíkra bifreiða því geta hringt í vinnufélaga og séð á snertiskjá í bílnum klukkan hvað og hvert þeir eiga að mæta á fundi.

Skype er ekki eina vara Microsoft sem eigendum nýrra Volvo-bifreiða mun standa til boða að nota. Einnig er unnið að því að innleiða stafræna aðstoðarmanninn Cortönu í bifreiðir Volvo til þess að stórauka vægi raddstýringar.

Munu ökumenn þar með ekki þurfa að taka augun af veginum til þess að skipta um útvarpsstöð eða hækka í uppáhaldslagi sínu.

Einnig kemur fram í fréttatilkynningu frá Volvo að fyrirtækið sé með þessu að hugsa til sjálfkeyrandi bíla náinnar framtíðar þar sem eigandi bílsins mun geta einbeitt sér að öðru en akstrinum þegar farið er á milli staða. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×