Að upplifa jól með hug byrjandans Ingrid Kuhlman skrifar 21. desember 2016 09:00 Núvitund hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og sífellt fleiri leggja áherslu á að þjálfa meðvitaða athygli og vera meira til staðar í eigin lífi. Ekki einungis stjórnendur og starfsfólk í fyrirtækjum á borð við Google, Maersk, eBay, Apple, Nike og Facebook leggja stund á núvitund heldur hafa skólar á öllum skólastigum tekið þetta upp. Nýlega var lýðheilsustefna fyrir landið allt samþykkt ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnt er að því að þjálfa 800 íslenska kennara í að kenna börnum í leik- og grunnskólum núvitund. Opinn og forvitinn hugurEitt af því sem einkennir núvitund er að nálgast hlutina með hug byrjandans. Hugur byrjandans getur aðstoðað okkur við að sjá hluti í nýju ljósi frekar en að bregðast við þeim á sjálfstýringunni. Hugur byrjandans er opinn og gæddur forvitni og undrun, líkt og hjá ungu barni. Hann tekur þátt í upplifunum eins og um fyrsta skiptið sé að ræða og er laus við fyrirfram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Hugur byrjandans er í núinu til að skanna, skoða og sjá hluti eins og þeir eru. Hann er frjáls, áhugasamur og vakandi vitund. Um leið og við ákveðum að við vitum allt og höfum upplifað allt áður, lokum við á eldmóðinn og forvitnina. Góð leið til að þjálfa hug byrjandans er að ímynda sér að maður sé að upplifa eitthvað í fyrsta skipti. Ímyndaðu þér til dæmis að þetta séu þín fyrstu jól. Láttu koma þér á óvart. Horfðu undrandi á fegurð jólaljósanna, finndu lyktina af mandarínum, piparkökum og kanil og hlustaði á jólalögin sem óma. Taktu eftir öllu því stóra og smáa sem þú hefur tekið sem sjálfsögðum hlut. Núvitund er einnig að veita matnum sem við borðum óskerta athygli. Virkjaðu öll skynfærin, finndu lyktina af kræsingunum, áferðina á tungunni, greindu í sundur mismunandi bragðtegundir í munninum, finndu hvert tungan fer þegar þú kyngir, o.s.frv. Vertu á staðnum, láttu koma þér á óvart og njóttu. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Núvitund hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og sífellt fleiri leggja áherslu á að þjálfa meðvitaða athygli og vera meira til staðar í eigin lífi. Ekki einungis stjórnendur og starfsfólk í fyrirtækjum á borð við Google, Maersk, eBay, Apple, Nike og Facebook leggja stund á núvitund heldur hafa skólar á öllum skólastigum tekið þetta upp. Nýlega var lýðheilsustefna fyrir landið allt samþykkt ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnt er að því að þjálfa 800 íslenska kennara í að kenna börnum í leik- og grunnskólum núvitund. Opinn og forvitinn hugurEitt af því sem einkennir núvitund er að nálgast hlutina með hug byrjandans. Hugur byrjandans getur aðstoðað okkur við að sjá hluti í nýju ljósi frekar en að bregðast við þeim á sjálfstýringunni. Hugur byrjandans er opinn og gæddur forvitni og undrun, líkt og hjá ungu barni. Hann tekur þátt í upplifunum eins og um fyrsta skiptið sé að ræða og er laus við fyrirfram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Hugur byrjandans er í núinu til að skanna, skoða og sjá hluti eins og þeir eru. Hann er frjáls, áhugasamur og vakandi vitund. Um leið og við ákveðum að við vitum allt og höfum upplifað allt áður, lokum við á eldmóðinn og forvitnina. Góð leið til að þjálfa hug byrjandans er að ímynda sér að maður sé að upplifa eitthvað í fyrsta skipti. Ímyndaðu þér til dæmis að þetta séu þín fyrstu jól. Láttu koma þér á óvart. Horfðu undrandi á fegurð jólaljósanna, finndu lyktina af mandarínum, piparkökum og kanil og hlustaði á jólalögin sem óma. Taktu eftir öllu því stóra og smáa sem þú hefur tekið sem sjálfsögðum hlut. Núvitund er einnig að veita matnum sem við borðum óskerta athygli. Virkjaðu öll skynfærin, finndu lyktina af kræsingunum, áferðina á tungunni, greindu í sundur mismunandi bragðtegundir í munninum, finndu hvert tungan fer þegar þú kyngir, o.s.frv. Vertu á staðnum, láttu koma þér á óvart og njóttu. Gleðileg jól!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun