Fúlasti 55 stiga maður NBA-sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 16:30 DeMarcus Cousins. Vísir/AP NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016 NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira