Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2016 20:26 Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“ Alþingi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“
Alþingi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira