Erlendar fréttamyndir ársins 2016 Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2016 08:45 Það var mikið um að vera á árinu sem nú er að líða. Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Ljósmyndarar fylgdust vel með og fönguðu sögulega viðburði ársins á mynd. Hvort sem það voru átök, björgunarstörf, íþróttaviðburðir eða nýjustu vendingar stjórnmálanna. Myndaveiturnar AFP og Getty hafa tekið saman helstu myndir ársins, en sjá má bróðurpart þeirra hér að neðan. Við hverja mynd stendur nánar af hverju myndin er.Gestir Tazaungdaing ljósa hátíðarinnar í Mjanmar í nóvember skýla sér eftir að flugeldar, sem bornir voru af loftbelg, sprungu áður en loftbelgurinn náði nægilegri hæð.Vísir/AFPMichael Phelps keppir í hundrað metra flugsundi á Ólympíuleikunum í Ríó.Vísir/AFPIbrahim Hamadtou keppir fyrir Egyptalands í borðtennis á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó.Vísir/AFPUsain Bolt fagnar með aðdáendum eftir að hann vann 200 metra hlaup Ólympíuleikanna.Vísir/AFPMyndband af hinum fjögurra ára gamla Omran fór víða á árinu. Myndbandið var tekið þar sem Omran sat í sjúkrabíl eftir að hafa verið bjargað úr rústum húss sem hrundi eftir loftárás í Aleppo. Eldri bróðir hans lést.Vísir/AFPMeðlimur íslamistasamtakanna Jaysh al-Islam hleypur undan skotum leyniskyttu í þorpinu Tal al-Siwan nærri Damascus.Vísir/AFPÍbúar Aleppo yfirgáfu heimili sín eftir loftárásir.Vísir/AFPMeðlimir Free Syrian Army berjast gegn Íslamska ríkinu í þorpinu Yahmoul norður af Aleppo.Vísir/AFPDonald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, mætir hér til Colorado Springs í kosningabaráttunni fyrr á árinu.Vísir/AFPTrump fagnar hér sigri í kosningunum.Vísir/AFPHillary Clinton tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði en Donald Trump.Vísir/AFPLeyniskyttur skjóta á vígamenn Íslamska ríkisins í Sirte í Líbíu.Vísir/AFPÍbúar Amatrice á Ítalíu fara í gegnum rústir húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálfta sem skall á í ágúst.Vísir/AFPFranskur lögregluþjónn stendur í ljósum logum í umfangsmiklum mótmælum á París í september. Fjöldi fólks mótmælti umdeildu lagafrumvarpi um vinnulöggjöf.Vísir/AFPBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, forseti Chile, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, við undirritun friðarsáttmála stjórnvalda í Kólumbíu og FARC uppreisnarmanna.Vísir/AFPTil átaka kom á milli lögreglu og stúdenta í Suður-Afríku í október. Stúdentar mótmæltu hækkun skólagjalda og fóru þeir fram á ókeypis menntun fyrir alla.Vísir/AFPMeðlimir Colla Vella dels Xiquets mynda „mennskan turn“ í keppni í mennskum turnum á Spáni í október.Vísir/AFPFlótta- og farandsfólk reynir að koma barni úr sjónum á meðan þau bíða björgunar í Miðjarðarhafinu.Vísir/AFPFjölmörgum hefur verið bjargað af þétt setnum og lélegum bátum sem hafa verið sendir út á Miðjarðarhafið frá Líbíu.Vísir/AFPFellibylurinn Matthew olli miklum usla í Karabíuhafinu í haust. Hér má sjá hvernig hann jós grjóti á land á Kúbu.Vísir/AFPMatthew olli einnig miklu tjóni á Haítí.Vísir/AFPTveir menn í Mosul syrgja 15 ára dreng sem lést í stórskotaliðsárás í borginni. Írakski herinn og bandamenn yfirvalda í Baghdad berjast nú við Íslamska ríkið um borgina.Vísir/AFPÍbúar þorpsins Tall Abtah snúa aftur eftir að vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið reknir frá þorpinu.Vísir/AFPTugir þúsunda hafa yfirgefið heimili sín í Mosul vegna átaka þar.Vísir/AFPTyrkneska strandgæslan kemur flóttamönnum til bjargar eftir að bátur þeirra sökk.Vísir/GETTYUngur drengur hjólar framhjá olíulindum nærri Mosul. Vígamenn Íslamska ríkisins kveiktu í lindunum þegar þeir hörfuðu frá svæðinu.Vísir/GettyGífurlegar skemmdir urðu á bænum Amatrice og hundruð létu lífið þegar jarðskjálfti skall á Ítalíu í sumar.Vísir/GettyÞúsundiri hafa látið lífið í „stríði“ Rodrigo Duterte, foresta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Neytendur og salar eru skotnir til bana af lögreglu og sjálfskipuðum lögregluþjónum.Vísir/GettyOscar Pistorius var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína Reevu Steinkamp til bana árið 2013.Vísir/GettyBretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið á árinu.Vísir/Getty Árslistar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Ljósmyndarar fylgdust vel með og fönguðu sögulega viðburði ársins á mynd. Hvort sem það voru átök, björgunarstörf, íþróttaviðburðir eða nýjustu vendingar stjórnmálanna. Myndaveiturnar AFP og Getty hafa tekið saman helstu myndir ársins, en sjá má bróðurpart þeirra hér að neðan. Við hverja mynd stendur nánar af hverju myndin er.Gestir Tazaungdaing ljósa hátíðarinnar í Mjanmar í nóvember skýla sér eftir að flugeldar, sem bornir voru af loftbelg, sprungu áður en loftbelgurinn náði nægilegri hæð.Vísir/AFPMichael Phelps keppir í hundrað metra flugsundi á Ólympíuleikunum í Ríó.Vísir/AFPIbrahim Hamadtou keppir fyrir Egyptalands í borðtennis á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó.Vísir/AFPUsain Bolt fagnar með aðdáendum eftir að hann vann 200 metra hlaup Ólympíuleikanna.Vísir/AFPMyndband af hinum fjögurra ára gamla Omran fór víða á árinu. Myndbandið var tekið þar sem Omran sat í sjúkrabíl eftir að hafa verið bjargað úr rústum húss sem hrundi eftir loftárás í Aleppo. Eldri bróðir hans lést.Vísir/AFPMeðlimur íslamistasamtakanna Jaysh al-Islam hleypur undan skotum leyniskyttu í þorpinu Tal al-Siwan nærri Damascus.Vísir/AFPÍbúar Aleppo yfirgáfu heimili sín eftir loftárásir.Vísir/AFPMeðlimir Free Syrian Army berjast gegn Íslamska ríkinu í þorpinu Yahmoul norður af Aleppo.Vísir/AFPDonald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, mætir hér til Colorado Springs í kosningabaráttunni fyrr á árinu.Vísir/AFPTrump fagnar hér sigri í kosningunum.Vísir/AFPHillary Clinton tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði en Donald Trump.Vísir/AFPLeyniskyttur skjóta á vígamenn Íslamska ríkisins í Sirte í Líbíu.Vísir/AFPÍbúar Amatrice á Ítalíu fara í gegnum rústir húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálfta sem skall á í ágúst.Vísir/AFPFranskur lögregluþjónn stendur í ljósum logum í umfangsmiklum mótmælum á París í september. Fjöldi fólks mótmælti umdeildu lagafrumvarpi um vinnulöggjöf.Vísir/AFPBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, forseti Chile, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, við undirritun friðarsáttmála stjórnvalda í Kólumbíu og FARC uppreisnarmanna.Vísir/AFPTil átaka kom á milli lögreglu og stúdenta í Suður-Afríku í október. Stúdentar mótmæltu hækkun skólagjalda og fóru þeir fram á ókeypis menntun fyrir alla.Vísir/AFPMeðlimir Colla Vella dels Xiquets mynda „mennskan turn“ í keppni í mennskum turnum á Spáni í október.Vísir/AFPFlótta- og farandsfólk reynir að koma barni úr sjónum á meðan þau bíða björgunar í Miðjarðarhafinu.Vísir/AFPFjölmörgum hefur verið bjargað af þétt setnum og lélegum bátum sem hafa verið sendir út á Miðjarðarhafið frá Líbíu.Vísir/AFPFellibylurinn Matthew olli miklum usla í Karabíuhafinu í haust. Hér má sjá hvernig hann jós grjóti á land á Kúbu.Vísir/AFPMatthew olli einnig miklu tjóni á Haítí.Vísir/AFPTveir menn í Mosul syrgja 15 ára dreng sem lést í stórskotaliðsárás í borginni. Írakski herinn og bandamenn yfirvalda í Baghdad berjast nú við Íslamska ríkið um borgina.Vísir/AFPÍbúar þorpsins Tall Abtah snúa aftur eftir að vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið reknir frá þorpinu.Vísir/AFPTugir þúsunda hafa yfirgefið heimili sín í Mosul vegna átaka þar.Vísir/AFPTyrkneska strandgæslan kemur flóttamönnum til bjargar eftir að bátur þeirra sökk.Vísir/GETTYUngur drengur hjólar framhjá olíulindum nærri Mosul. Vígamenn Íslamska ríkisins kveiktu í lindunum þegar þeir hörfuðu frá svæðinu.Vísir/GettyGífurlegar skemmdir urðu á bænum Amatrice og hundruð létu lífið þegar jarðskjálfti skall á Ítalíu í sumar.Vísir/GettyÞúsundiri hafa látið lífið í „stríði“ Rodrigo Duterte, foresta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Neytendur og salar eru skotnir til bana af lögreglu og sjálfskipuðum lögregluþjónum.Vísir/GettyOscar Pistorius var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína Reevu Steinkamp til bana árið 2013.Vísir/GettyBretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið á árinu.Vísir/Getty
Árslistar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira