NBA: Leikmenn Golden State breyttu ljótri byrjun í fallegan sigur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 07:15 Golden State Warriors og Miami Heat unnu bæði leiki sína í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að lenda mikið undir. Boston Celtics vann sinn fjórða leik í röð og New York Knicks er komið í gang á ný eftir taphrinu. Los Angeles Clippers stöðvaði fimm leikja sigurgöngu San Antonio Spurs.Kevin Durant skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 117-101 útisigur á Brooklyn Nets. Golden State var sextán stigum undir í hálfleik en vann síðustu 24 mínútur leiksins með 32 stigum. Klay Thompson var með 5 þrista og skoraði 23 stig. Stephen Curry og Zaza Pachulia skoruðu báðir 15 stig fyrir Golden State sem spilaði án Draymond Green sem var að eignast son og fékk leyfi í þessum leik. Pachulia var líka með 14 fráköst en Curry bætti við 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Brook Lopez skoraði mest fyrir Brooklyn eða 28 stig í þessu fjórða tapi liðsins í röð.Chris Paul var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á aðeins 23 mínútum þegar Los Angeles Clippers vann fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs, 106-101. Paul endaði þó ekki leikinn vegna tognunnar aftan í læri sem eru slæmar fréttir fyrir framhaldið ekki síst þar sem liðið er nú án Blake Griffin líka. Marreese Speights (14 stig), Raymond Felton (13 stig) og Jamal Crawford (11 stig) komu allir með mikilvæg stig af bekknum fyrir Clippers. Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Spurs og Pau Gasol var með 21 stig. Toney Parker skoraði hinsvegar aðeins 2 stig á 28 mínútum og Manu Ginobili var ekki með. Þetta var aðeins annað tap Spurs-liðsins á útivelli á tímabilinu en liðið vann 15 af fyrstu 16 útileikjum sínum. Clippers-menn voru tólf stigum yfir í hálfleik, 57-45 og gátu leyft sér að byrjunarliðsmenn liðsins spiluðu allir í undir 26 mínútur þar sem bekkurinn skilaði 58 stigum.Justise Winslow og Hassan Whiteside voru báðir með 23 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 115-107 heimasigur á Los Angeles Lakers. Miami Heat var mest 19 stigum undir en kom til baka með frábærum endakafla. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Miami og James Johnson var með 19 stig. Lou Williams skoraði 27 stig fyrir Lakers.Isaiah Thomas var með 28 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Boston Celtics í röð en liðið vann nú 109-102 útisigur á Avery Bradley og Jae Crowder skoruðu báðir 15 stig fyrir Celtics-liðið. Jeff Teague var atkvæðamestur hjá Indiana með 31 stig og 8 stoðsendingar en þeir Paul George og CJ Miles skoruðu báðir 19 stig. Thaddeus Young var með 15 stig og 12 fráköst.Derrick Rose skoraði 19 stig fyrir New York Knicks sem vann 106-95 heimasigur á Orlando Magic. Kyle O'Quinn var með 14 stig og 16 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Willy Hernangomez skoruðu báðir 15 stig. Kristaps Porzingis bætti við 12 stigum og Brandon Jennings var með 12 stoðsendingar á aðeins 22 mínútum. Serge Ibaka skoraði mest fyrir Orlando en hann var með 23 stig og 10 fráköst. Evan Fournier skoraði síðan 21 stig. Þetta var annar sigur New York liðsins í röð eftir þriggja leikja taphrinu þar á undan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 106-101 Miami Heat - Los Angeles Lakers 115-107 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 101-117 New York Knicks - Orlando Magic 106-95 Indiana Pacers - Boston Celtics 102-109 NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Golden State Warriors og Miami Heat unnu bæði leiki sína í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að lenda mikið undir. Boston Celtics vann sinn fjórða leik í röð og New York Knicks er komið í gang á ný eftir taphrinu. Los Angeles Clippers stöðvaði fimm leikja sigurgöngu San Antonio Spurs.Kevin Durant skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 117-101 útisigur á Brooklyn Nets. Golden State var sextán stigum undir í hálfleik en vann síðustu 24 mínútur leiksins með 32 stigum. Klay Thompson var með 5 þrista og skoraði 23 stig. Stephen Curry og Zaza Pachulia skoruðu báðir 15 stig fyrir Golden State sem spilaði án Draymond Green sem var að eignast son og fékk leyfi í þessum leik. Pachulia var líka með 14 fráköst en Curry bætti við 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Brook Lopez skoraði mest fyrir Brooklyn eða 28 stig í þessu fjórða tapi liðsins í röð.Chris Paul var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á aðeins 23 mínútum þegar Los Angeles Clippers vann fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs, 106-101. Paul endaði þó ekki leikinn vegna tognunnar aftan í læri sem eru slæmar fréttir fyrir framhaldið ekki síst þar sem liðið er nú án Blake Griffin líka. Marreese Speights (14 stig), Raymond Felton (13 stig) og Jamal Crawford (11 stig) komu allir með mikilvæg stig af bekknum fyrir Clippers. Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Spurs og Pau Gasol var með 21 stig. Toney Parker skoraði hinsvegar aðeins 2 stig á 28 mínútum og Manu Ginobili var ekki með. Þetta var aðeins annað tap Spurs-liðsins á útivelli á tímabilinu en liðið vann 15 af fyrstu 16 útileikjum sínum. Clippers-menn voru tólf stigum yfir í hálfleik, 57-45 og gátu leyft sér að byrjunarliðsmenn liðsins spiluðu allir í undir 26 mínútur þar sem bekkurinn skilaði 58 stigum.Justise Winslow og Hassan Whiteside voru báðir með 23 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 115-107 heimasigur á Los Angeles Lakers. Miami Heat var mest 19 stigum undir en kom til baka með frábærum endakafla. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Miami og James Johnson var með 19 stig. Lou Williams skoraði 27 stig fyrir Lakers.Isaiah Thomas var með 28 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Boston Celtics í röð en liðið vann nú 109-102 útisigur á Avery Bradley og Jae Crowder skoruðu báðir 15 stig fyrir Celtics-liðið. Jeff Teague var atkvæðamestur hjá Indiana með 31 stig og 8 stoðsendingar en þeir Paul George og CJ Miles skoruðu báðir 19 stig. Thaddeus Young var með 15 stig og 12 fráköst.Derrick Rose skoraði 19 stig fyrir New York Knicks sem vann 106-95 heimasigur á Orlando Magic. Kyle O'Quinn var með 14 stig og 16 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Willy Hernangomez skoruðu báðir 15 stig. Kristaps Porzingis bætti við 12 stigum og Brandon Jennings var með 12 stoðsendingar á aðeins 22 mínútum. Serge Ibaka skoraði mest fyrir Orlando en hann var með 23 stig og 10 fráköst. Evan Fournier skoraði síðan 21 stig. Þetta var annar sigur New York liðsins í röð eftir þriggja leikja taphrinu þar á undan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 106-101 Miami Heat - Los Angeles Lakers 115-107 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 101-117 New York Knicks - Orlando Magic 106-95 Indiana Pacers - Boston Celtics 102-109
NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti