Miami Heat heiðraði Shaq með því að keyra 18 hjóla trukk inn á gólf | Myndband og myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 07:30 Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira