Miami Heat heiðraði Shaq með því að keyra 18 hjóla trukk inn á gólf | Myndband og myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 07:30 Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira