Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem.
Öryggisráðið samþykkti ályktunina í gær. Upphaflega var hún lögð fram af Egyptum sem drógu hana til baka eftir afskipti Donald Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta. Í kjölfarið lögðu Malasía, Nýja-Sjáland, Senegal og Venesúela ályktunina fram að nýju.
Búist var við því að Bandaríkin myndu beita neitunarvaldi sínu í ráðinu en fulltrúi þeirra sat hjá við atkvæðagreiðsluna sem kom nokkuð á óvart. Önnur ríki greiddu atkvæði með ályktuninni.
Í frétt á vef BBC er haft eftir Netanyahu að Ísrael muni ekki umbera ályktunina en talsmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sagði að ályktunina væri mikið áfall fyrir stefnu ísraelskra stjórnvalda í málefnum Ísrael og Palestínu.
Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega

Tengdar fréttir

Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða
Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela.