NFL: Aðhlátursefni deildarinnar vann loksins leik eftir ársbið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2016 11:00 Leikmenn Cleveland Browns voru skiljanlega í skýjunum eftir sigurinn í gær. Vísir/Getty Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals
NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira