NFL: Aðhlátursefni deildarinnar vann loksins leik eftir ársbið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2016 11:00 Leikmenn Cleveland Browns voru skiljanlega í skýjunum eftir sigurinn í gær. Vísir/Getty Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals NFL Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira
Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals
NFL Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira