Ísraelska stjórnarandstaðan gagnrýnir Netanyahu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 16:41 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi. Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi.
Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44
Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00