Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 17:23 Barack Obama. Vísir/Getty Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira