IKEA losar sig við sexkantinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 17:42 Það fer hver að verða síðastur að bera sexkantana augum í húsakynnum IKEA í Kauptúni. VÍSIR/ANTON BRINK Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira