Fullnæging 16 ára stúlku olli uppnámi í jólaboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 21:15 FM95BLÖ bræður eru hugmyndasmiðir Skells. Vísir „Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið. Borðspil Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið.
Borðspil Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira