„Ekki fræðilegur!“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 23:15 Frá fundi Donalds Trumps og Baracks Obama eftir að sá var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23
Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07