Alþingi frelsar forstjórana Ögmundur Jónasson skrifar 28. desember 2016 07:00 Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun