Durant tók óvænt upp hanskann fyrir dómarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 12:30 Kevin Durant og Andre Iguodala. Vísir/Getty Kevin Durant ætti að öllu eðlilegu að vera mjög fúll að hafa ekki fengið villu á lokasekúndum stórleiks Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers á jóladag. Hann hefði getað tryggt sínu liði sigurinn ef hann hefði náð góðu skoti. Richard Jefferson felldi Kevin Durant þegar sá síðarnefndi var að reyna að koma sér í skotfæri á lokasekúndum leiksins og endaði á því að taka lokaskotið sitjandi á gólfinu. Vonlaust færi og Golden State tapaði aftur fyrir Cleveland. Durant fór hinsvegar öðruvísi leið þegar NBA-deildin gaf það út að hann hefði átt að fá villu en dómararnir hefðu gert mistök. Blaðamenn vildu fá viðbrögð en bjuggust örugglega ekki við því sem Durant sagði. NBA starfrækir sérstaka nefnd sem fer yfir allar ákvarðanir dómara síðustu tvær mínútur leiksins og gefur það síðan út í skýrslu hvort þeir hafi dæmt rétt eða rangt. Dómararnir í umræddum leik gerðu mistök og fengu það beint í andlitið í þessari skýrslu. Flestir leikmenn í sömu stöðu hefðu fagnað svona mati en ekki Kevin Durant. Durant tók nefnilega upp hanskann fyrir dómara leiksins. „Þeir ættu að hætta með svona skýrslur. Dómararnir eiga þetta ekki skilið. Þeir eru að gera sitt besta og svo skoða menn þetta í hægri endursýningu og gefa það síðan út að þeir hafi gert mistök,“ sagði Kevin Durant. „Það er algjört rugl að henda dómurum fyrir rútuna eins og það skipti einhverju máli núna,“ sagði Durant og bætti við: „Það gengur ekki að sekta okkur fyrir að gagnrýna dómara og skella fram svona tveggja mínútna skýrslu. Hvað með fyrsta leikhlutann, annan leikhlutann eða þriðja leikhlutann? Þetta er algjört rugl,“ sagði Durant. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Kevin Durant ætti að öllu eðlilegu að vera mjög fúll að hafa ekki fengið villu á lokasekúndum stórleiks Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers á jóladag. Hann hefði getað tryggt sínu liði sigurinn ef hann hefði náð góðu skoti. Richard Jefferson felldi Kevin Durant þegar sá síðarnefndi var að reyna að koma sér í skotfæri á lokasekúndum leiksins og endaði á því að taka lokaskotið sitjandi á gólfinu. Vonlaust færi og Golden State tapaði aftur fyrir Cleveland. Durant fór hinsvegar öðruvísi leið þegar NBA-deildin gaf það út að hann hefði átt að fá villu en dómararnir hefðu gert mistök. Blaðamenn vildu fá viðbrögð en bjuggust örugglega ekki við því sem Durant sagði. NBA starfrækir sérstaka nefnd sem fer yfir allar ákvarðanir dómara síðustu tvær mínútur leiksins og gefur það síðan út í skýrslu hvort þeir hafi dæmt rétt eða rangt. Dómararnir í umræddum leik gerðu mistök og fengu það beint í andlitið í þessari skýrslu. Flestir leikmenn í sömu stöðu hefðu fagnað svona mati en ekki Kevin Durant. Durant tók nefnilega upp hanskann fyrir dómara leiksins. „Þeir ættu að hætta með svona skýrslur. Dómararnir eiga þetta ekki skilið. Þeir eru að gera sitt besta og svo skoða menn þetta í hægri endursýningu og gefa það síðan út að þeir hafi gert mistök,“ sagði Kevin Durant. „Það er algjört rugl að henda dómurum fyrir rútuna eins og það skipti einhverju máli núna,“ sagði Durant og bætti við: „Það gengur ekki að sekta okkur fyrir að gagnrýna dómara og skella fram svona tveggja mínútna skýrslu. Hvað með fyrsta leikhlutann, annan leikhlutann eða þriðja leikhlutann? Þetta er algjört rugl,“ sagði Durant.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira