Frá Real Madrid til PSG og nú kannski til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 18:00 Jese Rodriguez. Vísir/Getty Liverpool hefur mikinn áhuga á spænska framherjanum Jese Rodriguez samkvæmt fréttum frá Spáni en forseti Las Palmas er búinn að gefa upp vonina að leikmaðurinn snúi aftur til síns æskufélags. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er hrifinn af Jese en hann er ekki sá eini. Jese Rodriguez er 23 ára gamall og kom til Paris Saint Germain frá Real Madrid í ágúst. Hann hefur hinsvegar fengið fá tækifæri í París. Stjórnarformaður PSG hefur gefið það í skyn að félagið ætli að selja Jese Rodriguez í janúarglugganum og það er mikill áhugi á honum hjá liðum utan Frakklands. Miguel Angel Ramirez, forseti Las Palmas, hefur verið í sambandi við leikmanninn sem byrjaði ferill sinn hjá Las Palmas liðinu. „Jese Rodriguez er frábær fótboltamaður. Hann vill koma til Las Palmas en PSG á hann og hann er með mjög há laun,“ sagði Miguel Angel Ramirez í viðtali við Las Provincia. „Liverpool, AC Milan og Roma vilja öll fá Jese og þau eru tilbúin að borga honum þessi laun. Við höfum hinsvegar ekki efni á því,“ sagði Ramirez. Jese Rodriguez skoraði 6 mörk í 38 leikjum með Real Madrid á síðustu leiktíð þar af fimm markanna í spænsku deildinni. Hann lék 62 leiki með Real Madrid frá 2013 til 2016. Jese hefur skorað 1 mark í 9 leikjum með PSG í frönsku deildinni í vetur en hefur bara verið í byrjunarliðinu í einum leik. Eina markið hans kom í 2-0 sigri á móti Nantes sautján mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Jese hefur ekki verið í hópnum í síðustu tveimur deildarleikjum og ekki spilað síðan að hann kom inná sem varmaður í 3-0 tapi á móti Montpellier 3. desember síðastliðinn. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Liverpool hefur mikinn áhuga á spænska framherjanum Jese Rodriguez samkvæmt fréttum frá Spáni en forseti Las Palmas er búinn að gefa upp vonina að leikmaðurinn snúi aftur til síns æskufélags. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er hrifinn af Jese en hann er ekki sá eini. Jese Rodriguez er 23 ára gamall og kom til Paris Saint Germain frá Real Madrid í ágúst. Hann hefur hinsvegar fengið fá tækifæri í París. Stjórnarformaður PSG hefur gefið það í skyn að félagið ætli að selja Jese Rodriguez í janúarglugganum og það er mikill áhugi á honum hjá liðum utan Frakklands. Miguel Angel Ramirez, forseti Las Palmas, hefur verið í sambandi við leikmanninn sem byrjaði ferill sinn hjá Las Palmas liðinu. „Jese Rodriguez er frábær fótboltamaður. Hann vill koma til Las Palmas en PSG á hann og hann er með mjög há laun,“ sagði Miguel Angel Ramirez í viðtali við Las Provincia. „Liverpool, AC Milan og Roma vilja öll fá Jese og þau eru tilbúin að borga honum þessi laun. Við höfum hinsvegar ekki efni á því,“ sagði Ramirez. Jese Rodriguez skoraði 6 mörk í 38 leikjum með Real Madrid á síðustu leiktíð þar af fimm markanna í spænsku deildinni. Hann lék 62 leiki með Real Madrid frá 2013 til 2016. Jese hefur skorað 1 mark í 9 leikjum með PSG í frönsku deildinni í vetur en hefur bara verið í byrjunarliðinu í einum leik. Eina markið hans kom í 2-0 sigri á móti Nantes sautján mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Jese hefur ekki verið í hópnum í síðustu tveimur deildarleikjum og ekki spilað síðan að hann kom inná sem varmaður í 3-0 tapi á móti Montpellier 3. desember síðastliðinn.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira