Segir ferðamenn ekki kvarta undan okri Íslendinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:00 Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42
Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15