Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2016 07:15 "Það er talsvert af ferðamönnum í búðunum í Reykjavík en maður sér varla nokkurn mann kaupa nokkuð,“ segja hjónin Mark og Sarah Bellew. Vísir/Vilhelm „Við vorum búin hlakka lengi til og spara fyrir þessari ferð,“ segja hjónin Sarah og Mark Bellew vonsvikin á síðasta degi fyrstu heimsóknar sinnar til Íslands. Ástæða vonbrigðanna er verðlagið. „Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segja þau Sarah og Mark þar sem þau sitja í anddyrinu á Center Hotel við Þingholtsstræti. Daginn áður höfðu þau farið Gullna hringinn svokallaða; á Þingvöll og Gullfoss og Geysi. Að auki var heimsókn í baðstaðinn The Secret Lagoon á Flúðum innifalin í verðinu og veik von um norðurljós á himni en engar máltíðir. Þau sýna kvittunina. Á henni stendur skýrum stöfum: 87.800 krónur. Verðið er sem sagt 43.900 krónur á manninn. „Við erum bara hér í örfáa dag. Allir segja að þessa staði verði maður einfaldlega að sjá og þetta var það ódýrasta sem við fundum,“ segir Mark. Farið var með fimm farþega jeppa en þau voru reyndar þau einu sem mættu. „Við veltum því ekki alvarlega fyrir okkur að leigja bíl sjálf til að fara þennan hring af því að aðstæður geta verið ótryggar en hefðum svo sem allt eins getað gert það.“ Sarah og Mark gengu í hjónaband í september en geymdu brúðkaupsferðina til Íslands þar til nú. Þau keyptu flug og gistingu á verði sem þau segja að hafi verið tiltölulega sanngjarnt. Þau hafi hins vegar fengið áfall við komuna. „Við höfðum heyrt að verðlagið hér væri hátt og áttum von á það væri kannski eins og í London. Við höfum farið víða, til dæmis til Moskvu þar sem eru mjög dýr hverfi en þetta slær jafnvel það út,“ segja hjónin sem ætluðu að gera vel við sig þá fáu daga sem brúðkaupsferðin átti að vara. Lítið varð af því. „Verðlag á veitingastöðum og börum í Reykjavík er svakalegt. Við hefðum einfaldlega farið á hausinn ef við hefðum ekki haldið aftur af okkur. Það er svekkjandi að hafa þurft að gera það,“ segir Sarah. Mark, sem er fertugur, er samskiptastjóri hjá lestarfyrirtækinu Network Rail. Sarah er 33 ára og er dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöðinni Global Radio í heimabæ þeirra Manchester. „Við eigum vini sem eru að koma til Íslands í næstu viku og þekkjum fleiri sem velta því fyrir sér. Við verðum að vara þau við því sem er hér er í gangi. Þetta er eins og að lenda í höndunum á fjárkúgurum,“ segja Bellew-hjónin sem komu til landsins á miðvikudag og fóru aftur heim í dag - nánast tómhent. „Okkur langaði að kaupa minjagripi til að færa börnunum. Við sáum Geysis tröll sem kostaði 150 pund. Það er svona tífalt meira en sambærilegur hlutur kostar í London,“ segir Mark. Sama gildi um tuskudýr, lopavörur og hvaðeina sem þau hafa rekist á. „Ætli við endum ekki á að reyna að finna minjagripasegul á ísskápinn heima. Þannig seglar kosta um tvö pund annars staðar. Ef við erum heppin sleppum við kannski með sex pund hér.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
„Við vorum búin hlakka lengi til og spara fyrir þessari ferð,“ segja hjónin Sarah og Mark Bellew vonsvikin á síðasta degi fyrstu heimsóknar sinnar til Íslands. Ástæða vonbrigðanna er verðlagið. „Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segja þau Sarah og Mark þar sem þau sitja í anddyrinu á Center Hotel við Þingholtsstræti. Daginn áður höfðu þau farið Gullna hringinn svokallaða; á Þingvöll og Gullfoss og Geysi. Að auki var heimsókn í baðstaðinn The Secret Lagoon á Flúðum innifalin í verðinu og veik von um norðurljós á himni en engar máltíðir. Þau sýna kvittunina. Á henni stendur skýrum stöfum: 87.800 krónur. Verðið er sem sagt 43.900 krónur á manninn. „Við erum bara hér í örfáa dag. Allir segja að þessa staði verði maður einfaldlega að sjá og þetta var það ódýrasta sem við fundum,“ segir Mark. Farið var með fimm farþega jeppa en þau voru reyndar þau einu sem mættu. „Við veltum því ekki alvarlega fyrir okkur að leigja bíl sjálf til að fara þennan hring af því að aðstæður geta verið ótryggar en hefðum svo sem allt eins getað gert það.“ Sarah og Mark gengu í hjónaband í september en geymdu brúðkaupsferðina til Íslands þar til nú. Þau keyptu flug og gistingu á verði sem þau segja að hafi verið tiltölulega sanngjarnt. Þau hafi hins vegar fengið áfall við komuna. „Við höfðum heyrt að verðlagið hér væri hátt og áttum von á það væri kannski eins og í London. Við höfum farið víða, til dæmis til Moskvu þar sem eru mjög dýr hverfi en þetta slær jafnvel það út,“ segja hjónin sem ætluðu að gera vel við sig þá fáu daga sem brúðkaupsferðin átti að vara. Lítið varð af því. „Verðlag á veitingastöðum og börum í Reykjavík er svakalegt. Við hefðum einfaldlega farið á hausinn ef við hefðum ekki haldið aftur af okkur. Það er svekkjandi að hafa þurft að gera það,“ segir Sarah. Mark, sem er fertugur, er samskiptastjóri hjá lestarfyrirtækinu Network Rail. Sarah er 33 ára og er dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöðinni Global Radio í heimabæ þeirra Manchester. „Við eigum vini sem eru að koma til Íslands í næstu viku og þekkjum fleiri sem velta því fyrir sér. Við verðum að vara þau við því sem er hér er í gangi. Þetta er eins og að lenda í höndunum á fjárkúgurum,“ segja Bellew-hjónin sem komu til landsins á miðvikudag og fóru aftur heim í dag - nánast tómhent. „Okkur langaði að kaupa minjagripi til að færa börnunum. Við sáum Geysis tröll sem kostaði 150 pund. Það er svona tífalt meira en sambærilegur hlutur kostar í London,“ segir Mark. Sama gildi um tuskudýr, lopavörur og hvaðeina sem þau hafa rekist á. „Ætli við endum ekki á að reyna að finna minjagripasegul á ísskápinn heima. Þannig seglar kosta um tvö pund annars staðar. Ef við erum heppin sleppum við kannski með sex pund hér.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira