Trump þarf ekki fundi CIA þar sem hann er „þú veist, gáfaður“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2016 14:00 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/GEtty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, nýtir sér ekki daglega öryggisfundi leyniþjónustu Bandaríkjanna um þær ógnir sem steðja að ríkinu. Hann segist vera of gáfaður til þess að þurfa að láta segja sér sömu hlutina dag eftir dag. Því hefur verið haldið fram að hann fari á einn fundi í viku, en sjálfur segist Trump fara á fundi þegar hann „þarf á því að halda“. „Það þarf ekki að segja mér, ég er, þú veist, gáfaður maður. Það þarf ekki að segja mér sama hlutin og sömu orðin á hverjum degi næstu átta ár. Það gætu verið átta ár. Átta ár,“ sagði Trump í viðtali við Fox News sem birt var í gær. Hann sagði að þess í stað væri hægt að hringja í hann þegar eitthvað breytist.Trump tók einnig fram að Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, mætti á fundina á hverjum degi. Hann hefur orðið fyrir gagnrýni á síðustu dögum fyrir að segja það þvætting að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum við að hjálpa Trump. Gagnrýnendur segja að forsetinn verðandi sé að draga úr trúverðugleika leyniþjónusta Bandaríkjanna. Fyrr í dag gerði Trump lítið úr þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum. Hann sagði að ef kosningarnar hefðu farið á hinn veginn og að hann og teymi hans væru að halda þessu fram yrði þetta kallað samsæriskenning.Can you imagine if the election results were the opposite and WE tried to play the Russia/CIA card. It would be called conspiracy theory!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016 Unless you catch "hackers" in the act, it is very hard to determine who was doing the hacking. Why wasn't this brought up before election?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi ekki endilega að halda sig við "Eitt Kína“-stefnuna. Trump segist þá ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum en þau sendu frá sér formlega kvörtun í kjölfar símtals Trump við forseta Taívan. 11. desember 2016 23:13 Trump segir að tilvonandi utanríkisráðherra sinn sé "í heimsklassa“ Fastlega er gert ráð fyrir því að Tillerson verði tilnefndur af Trump sem utanríkisráðherra í næstu viku 11. desember 2016 14:18 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Joe Biden útilokar ekki að bjóða sig fram gegn Trump í næstu kosningum Joe Biden, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, útilokar ekki að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forsetakosningunum eftir fjögur ár. 11. desember 2016 15:48 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, nýtir sér ekki daglega öryggisfundi leyniþjónustu Bandaríkjanna um þær ógnir sem steðja að ríkinu. Hann segist vera of gáfaður til þess að þurfa að láta segja sér sömu hlutina dag eftir dag. Því hefur verið haldið fram að hann fari á einn fundi í viku, en sjálfur segist Trump fara á fundi þegar hann „þarf á því að halda“. „Það þarf ekki að segja mér, ég er, þú veist, gáfaður maður. Það þarf ekki að segja mér sama hlutin og sömu orðin á hverjum degi næstu átta ár. Það gætu verið átta ár. Átta ár,“ sagði Trump í viðtali við Fox News sem birt var í gær. Hann sagði að þess í stað væri hægt að hringja í hann þegar eitthvað breytist.Trump tók einnig fram að Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, mætti á fundina á hverjum degi. Hann hefur orðið fyrir gagnrýni á síðustu dögum fyrir að segja það þvætting að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum við að hjálpa Trump. Gagnrýnendur segja að forsetinn verðandi sé að draga úr trúverðugleika leyniþjónusta Bandaríkjanna. Fyrr í dag gerði Trump lítið úr þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum. Hann sagði að ef kosningarnar hefðu farið á hinn veginn og að hann og teymi hans væru að halda þessu fram yrði þetta kallað samsæriskenning.Can you imagine if the election results were the opposite and WE tried to play the Russia/CIA card. It would be called conspiracy theory!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016 Unless you catch "hackers" in the act, it is very hard to determine who was doing the hacking. Why wasn't this brought up before election?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi ekki endilega að halda sig við "Eitt Kína“-stefnuna. Trump segist þá ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum en þau sendu frá sér formlega kvörtun í kjölfar símtals Trump við forseta Taívan. 11. desember 2016 23:13 Trump segir að tilvonandi utanríkisráðherra sinn sé "í heimsklassa“ Fastlega er gert ráð fyrir því að Tillerson verði tilnefndur af Trump sem utanríkisráðherra í næstu viku 11. desember 2016 14:18 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Joe Biden útilokar ekki að bjóða sig fram gegn Trump í næstu kosningum Joe Biden, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, útilokar ekki að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forsetakosningunum eftir fjögur ár. 11. desember 2016 15:48 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00
Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi ekki endilega að halda sig við "Eitt Kína“-stefnuna. Trump segist þá ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum en þau sendu frá sér formlega kvörtun í kjölfar símtals Trump við forseta Taívan. 11. desember 2016 23:13
Trump segir að tilvonandi utanríkisráðherra sinn sé "í heimsklassa“ Fastlega er gert ráð fyrir því að Tillerson verði tilnefndur af Trump sem utanríkisráðherra í næstu viku 11. desember 2016 14:18
Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00
Joe Biden útilokar ekki að bjóða sig fram gegn Trump í næstu kosningum Joe Biden, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, útilokar ekki að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forsetakosningunum eftir fjögur ár. 11. desember 2016 15:48