Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2016 14:38 Jóhann Jóhannsson hefur meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlotið Golden Globe-verðlaunin eftirsóttu. Mynd/Jónatan Grétarsson Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni. Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira