Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 13:30 Frá fornum rústum í Palmyra sem ISIS-liðar eyðilögðu. Vísir/EPA Rússar segja að skortur á samvinnu frá Bandaríkjunum hafi leitt til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hafi náð borginni Palmyra aftur úr höndum stjórnarliða í Sýrlandi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. Þá sagði hann að vígamenn ISIS hafi verið að streyma inn í Sýrland frá Írak að undanförnu. Fjöldi vígamanna eru sagðir hafa flúið frá borginni Mosul, þar sem stjórnarher Írak og bandamenn þeirra berjast gegn samtökunum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gaf í skyn að vígamönnum hefði verið leyft að flýja frá Mosul til Sýrlands. Markmiðið hefði verið að draga úr þrýstingi á uppreisnarhópa í borginni Aleppo. Stjórnarher Sýrlands og Rússar eru þó ekki þeir einu sem berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa þeir jafnvel verið gagnrýndir fyrir að einbeita sér um of að uppreisnarhópum. Kúrdar í Sýrlandi berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og sækja þeir nú að Raqqa, höfuðvígi ISIS. Þar að auki sækja Tyrkir og uppreisnarhópar gegn ISIS norðaustur af Aleppo. Þar berjast þeir nú við vígamenn um borgina Al Bab.Sjá einnig: ISIS-liðar náðu skriðdrekum og skotvopnum í Palmyra. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja Rússa hafa litið hjá Palmyra þar sem þeir hefðu verið uppteknir við að gera loftárásir á Aleppo. Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð Aleppo í stað Palmyra í fyrirsögn. Það voru mistök og hafa verið leiðrétt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar sagðir hafa náð Palmyra aftur á sitt vald Hermenn Sýrlandsstjórnar sagðir á flótta. 10. desember 2016 23:50 Loftárásir hrekja ISIS-liða frá Palmyra Loftárásir Rússa hafa hrakið ISIS-liða á brott frá Palmyra. 11. desember 2016 07:51 ISIS-liðar náðu skriðdrekum og skotvopnum í Palmyra Vígamennirnir tóku borgina fornu af stjórnarliðum. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Rússar segja að skortur á samvinnu frá Bandaríkjunum hafi leitt til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hafi náð borginni Palmyra aftur úr höndum stjórnarliða í Sýrlandi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. Þá sagði hann að vígamenn ISIS hafi verið að streyma inn í Sýrland frá Írak að undanförnu. Fjöldi vígamanna eru sagðir hafa flúið frá borginni Mosul, þar sem stjórnarher Írak og bandamenn þeirra berjast gegn samtökunum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gaf í skyn að vígamönnum hefði verið leyft að flýja frá Mosul til Sýrlands. Markmiðið hefði verið að draga úr þrýstingi á uppreisnarhópa í borginni Aleppo. Stjórnarher Sýrlands og Rússar eru þó ekki þeir einu sem berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa þeir jafnvel verið gagnrýndir fyrir að einbeita sér um of að uppreisnarhópum. Kúrdar í Sýrlandi berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og sækja þeir nú að Raqqa, höfuðvígi ISIS. Þar að auki sækja Tyrkir og uppreisnarhópar gegn ISIS norðaustur af Aleppo. Þar berjast þeir nú við vígamenn um borgina Al Bab.Sjá einnig: ISIS-liðar náðu skriðdrekum og skotvopnum í Palmyra. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja Rússa hafa litið hjá Palmyra þar sem þeir hefðu verið uppteknir við að gera loftárásir á Aleppo. Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð Aleppo í stað Palmyra í fyrirsögn. Það voru mistök og hafa verið leiðrétt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar sagðir hafa náð Palmyra aftur á sitt vald Hermenn Sýrlandsstjórnar sagðir á flótta. 10. desember 2016 23:50 Loftárásir hrekja ISIS-liða frá Palmyra Loftárásir Rússa hafa hrakið ISIS-liða á brott frá Palmyra. 11. desember 2016 07:51 ISIS-liðar náðu skriðdrekum og skotvopnum í Palmyra Vígamennirnir tóku borgina fornu af stjórnarliðum. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
ISIS-liðar sagðir hafa náð Palmyra aftur á sitt vald Hermenn Sýrlandsstjórnar sagðir á flótta. 10. desember 2016 23:50
Loftárásir hrekja ISIS-liða frá Palmyra Loftárásir Rússa hafa hrakið ISIS-liða á brott frá Palmyra. 11. desember 2016 07:51
ISIS-liðar náðu skriðdrekum og skotvopnum í Palmyra Vígamennirnir tóku borgina fornu af stjórnarliðum. 12. desember 2016 14:45