Sjálfakandi Google sjálfstætt fyrirtæki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sýningareintak sjálfkeyrandi bíls frá Waymo. Vísir/AFP Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira