Curry gæti orðið sá fyrsti sem fær 200 milljóna dollara samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 20:00 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry hjá Golden State Warriors hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil en hann er hvergi nærri því að vera launahæsti leikmaður síns liðs hvað þá allrar NBA-deildarinnar. Stephen Curry skrifaði undir síðasta samning sinn árið 2012 en hann var þá að glíma við langvinn ökklameiðsli og á þeim tíma var ekkert öruggt hvort hann gæti hreinlega losnað við ökklavandræðin. Hann gerði gott betur því hann blómstraði sem besti leikmaður deildarinnar í besta liðinu. Eigendur og leikmannasamtök NBA-deildarinnar eru að ganga frá nýjum samningi þessa dagana og sá samningur mun gefa félögum tækifæri til að launa sínum mönnum sérstaklega vel fyrir hollustu gagnvart sínu félagi. Curry er að fá alltof lítinn pening fyrir vinnu sína í dag miðað við hvað aðrir leikmenn eru að fá en ESPN hefur heimildir fyrir því að nú verði stór breyting á því þegar Curry framlengir samning sinn við Golden State Warriors næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að Stephen Curry muni fá yfir 200 milljónir dollara fyrir næsta samning sinn eða um 23 milljarða íslenskra króna. Samningurinn mun ná þá frá 2017 til 2022. Curry fær um tólf milljónir dollara fyrir þetta tímabil eða 1,3 milljarða íslenskra króna. Laun hans munu hækka upp í 36 milljónir dollara á næsta tímabili sem er þreföldun enda á ferðinni rúmlega fjórir milljarðar íslenskra króna. Curry mun síðan hækka í launum á hverju ári og hann mun fá alls 47 milljónir dollara fyrir lokatímabil samningsins sem er 2021-22. 47 milljónir dollara eru tæplega 5,4 milljarðar talið í íslenskum krónum. Stephen Curry hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors en þeir leikmenn sem eru að semja við sitt félag eiga rétt á mun hærri samningum undir nýja launaþakinu. Það er komið tími á það að Curry verði einn af launahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar og nú lítur út fyrir að hann verði sá launahæsti. NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Stephen Curry hjá Golden State Warriors hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil en hann er hvergi nærri því að vera launahæsti leikmaður síns liðs hvað þá allrar NBA-deildarinnar. Stephen Curry skrifaði undir síðasta samning sinn árið 2012 en hann var þá að glíma við langvinn ökklameiðsli og á þeim tíma var ekkert öruggt hvort hann gæti hreinlega losnað við ökklavandræðin. Hann gerði gott betur því hann blómstraði sem besti leikmaður deildarinnar í besta liðinu. Eigendur og leikmannasamtök NBA-deildarinnar eru að ganga frá nýjum samningi þessa dagana og sá samningur mun gefa félögum tækifæri til að launa sínum mönnum sérstaklega vel fyrir hollustu gagnvart sínu félagi. Curry er að fá alltof lítinn pening fyrir vinnu sína í dag miðað við hvað aðrir leikmenn eru að fá en ESPN hefur heimildir fyrir því að nú verði stór breyting á því þegar Curry framlengir samning sinn við Golden State Warriors næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að Stephen Curry muni fá yfir 200 milljónir dollara fyrir næsta samning sinn eða um 23 milljarða íslenskra króna. Samningurinn mun ná þá frá 2017 til 2022. Curry fær um tólf milljónir dollara fyrir þetta tímabil eða 1,3 milljarða íslenskra króna. Laun hans munu hækka upp í 36 milljónir dollara á næsta tímabili sem er þreföldun enda á ferðinni rúmlega fjórir milljarðar íslenskra króna. Curry mun síðan hækka í launum á hverju ári og hann mun fá alls 47 milljónir dollara fyrir lokatímabil samningsins sem er 2021-22. 47 milljónir dollara eru tæplega 5,4 milljarðar talið í íslenskum krónum. Stephen Curry hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors en þeir leikmenn sem eru að semja við sitt félag eiga rétt á mun hærri samningum undir nýja launaþakinu. Það er komið tími á það að Curry verði einn af launahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar og nú lítur út fyrir að hann verði sá launahæsti.
NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira