ISIS þjálfa börn til árása í sérstökum búðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2016 13:40 Börn hafa ávalt verið áberandi í áróðri ISIS. Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni. Mið-Austurlönd Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira