Myndband og myndir frá tilfinningaríku kveðjukvöldi Tim Duncan í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 10:00 Tim Duncan endaði leikmannaferil sinn formlega í nótt þegar San Antonio Spurs heiðraði hann með því að setja treyju hans upp í rjáfur í AT&T Center höllinni í San Antonio. Það þarf ekki að koma á óvart að þetta var vel skipulögð og glæsileg viðhöfn en samt var og varð að vera Tim Duncan stíll á henni. Tim Duncan er ekki mikið fyrir að sýna sig eða leitast eftir óþarfa athygli en lét sig „hafa það“ að þakka fyrir sig í nótt. Með honum voru kærasta hans og börnin hans tvö úr fyrra sambandi. Það féllu mörg góð og falleg orð en ást og þakkalæti fyrrum liðsfélaga, þjálfara og stuðningsmanna skein frá hverju andliti. Þetta var því tilfinningarík stund þegar bæði Tim Duncan og nokkrir fyrrum liðsfélagar og þjálfarar hans héldu stuttar ræður. Tim Duncan var ekki alveg á heimavelli undir sviðsljósinu en fáir leikmenn hafa gert meira fyrir eitt félag en einmitt hann. Tim Duncan lék í nítján tímabil með San Antonio Spurs og varð NBA-meistari fimm sinnum. Liðsfélagarnir Tony Parker og Manu Ginobili töluðu fallega um Tim Duncan en leyfðu sér líka að skjóta aðeins á karlinn sem hlustaði og hló meira að segja líka með öllum hinum. Duncan er áttundi leikmaður San Antonio Spurs sem fær treyju upp í rjáfur en hinir eru James Silas, George Gervin, Johnny Moore, David Robinson, Sean Elliott, Avery Johnson og Bruce Bowen en þeir fjórir síðustu léku allir með Duncan. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni og í spilaranum hér fyrir ofan er stutt samantekt frá NBA-deildinni.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NBA Tengdar fréttir NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða. 19. desember 2016 07:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Tim Duncan endaði leikmannaferil sinn formlega í nótt þegar San Antonio Spurs heiðraði hann með því að setja treyju hans upp í rjáfur í AT&T Center höllinni í San Antonio. Það þarf ekki að koma á óvart að þetta var vel skipulögð og glæsileg viðhöfn en samt var og varð að vera Tim Duncan stíll á henni. Tim Duncan er ekki mikið fyrir að sýna sig eða leitast eftir óþarfa athygli en lét sig „hafa það“ að þakka fyrir sig í nótt. Með honum voru kærasta hans og börnin hans tvö úr fyrra sambandi. Það féllu mörg góð og falleg orð en ást og þakkalæti fyrrum liðsfélaga, þjálfara og stuðningsmanna skein frá hverju andliti. Þetta var því tilfinningarík stund þegar bæði Tim Duncan og nokkrir fyrrum liðsfélagar og þjálfarar hans héldu stuttar ræður. Tim Duncan var ekki alveg á heimavelli undir sviðsljósinu en fáir leikmenn hafa gert meira fyrir eitt félag en einmitt hann. Tim Duncan lék í nítján tímabil með San Antonio Spurs og varð NBA-meistari fimm sinnum. Liðsfélagarnir Tony Parker og Manu Ginobili töluðu fallega um Tim Duncan en leyfðu sér líka að skjóta aðeins á karlinn sem hlustaði og hló meira að segja líka með öllum hinum. Duncan er áttundi leikmaður San Antonio Spurs sem fær treyju upp í rjáfur en hinir eru James Silas, George Gervin, Johnny Moore, David Robinson, Sean Elliott, Avery Johnson og Bruce Bowen en þeir fjórir síðustu léku allir með Duncan. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni og í spilaranum hér fyrir ofan er stutt samantekt frá NBA-deildinni.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NBA Tengdar fréttir NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða. 19. desember 2016 07:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða. 19. desember 2016 07:30