Enn einn titillinn í höfn hjá Belichick og Brady | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2016 11:00 Tom Brady gat leyft sér að brosa í kuldanum í New England í gær. Vísir/Getty New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20 Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira