Eyþór Arnalds snýr aftur í Tappa tíkarrass Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 1. desember 2016 12:00 Eyþór Arnalds rekur nú hvalaskoðunarfyrirtækið Special Tours við gömlu höfnina í Reykjavík. Fyrritækið bíður upp á hvalaskoðunar-, lunda-, norðurljósa-, hvata- og skólaferðir auk kvöldverðasiglinga. Langt er síðan hann steig á svið með Tappa Tíkarass. Vísir/Ernir Í kvöld fara fram fullveldispönktónleikar á Hard Rock. Þar stígur á svið Tappi tíkarrass sem spilaði síðast í Safarí árið 1985. Eyþór Arnalds, upprunalegi söngvari hljómsveitarinnar, mun þenja raddböndin. „Æfingar hafa gengið vonum framar. Við hittumst á þriðjudag og mundum allt og þetta lofar góðu. Vonandi munum við allt þegar við stöndum á sviðinu,“ segir Eyþór Arnalds en hann mun stíga á svið með Tappa tíkarrass í kvöld á fullveldispönktónleikum sem fram fara á Hard Rock.Skjáskot úr myndinni Rokk í Reykjavík þar sem hljómsveitin spilaði tvö lög, Hroll og Dúkkulísur.Tappa tíkarrass er óþarfi að kynna, en í þeirri hljómsveit sleit sem Björk unglingsskónum með og sló í gegn í Rokki í Reykjavík. Björk verður reyndar ekki með að þessu sinni og því mun upprunalegur söngvari Tappans, Eyþór Arnalds, sjá um söng og önnur tilþrif. Þetta verða fyrstu tónleikar Tappa tíkarrass síðan hljómsveitin spilaði síðast í Safarí 1985. „Ég var söngvari á undan Björk og síðar með henni. Við vorum saman í Rokki í Reykjavík en ég hætti í hljómsveitinni þegar ég fór að læra á selló,“ segir Eyþór. „Það má kalla þetta endurkomu mína í pönkið en hljómsveitin er svo forn að hún spilaði síðast árið 1985. Síðan hefur hún legið í dvala. En mér þykir vænt um þessa hljómsveit, þetta voru og eru miklir vinir mínir og pönkið á Íslandi var mjög fallegt.“ Upphaflega áttu Taugadeildin og Q4U að spila á tónleikunum en vegna hjartaþræðingar Árna Daníels Júlíussonar duttu þær út. Í staðinn telja Suð og Tappi tíkarrass í myljandi pönk. Suð er rokktríó sem sendi frá sér sína aðra plötu á dögunum – Meira suð. Eyþór syngur með Björk. Skjáskot úr Rokk í Reykjavík frá árinu 1985.Fræbbblarnir byrja kvöldið og Jonee Jonee endar það, en bandið kom síðast fram árið 1982. „Pönkið á Íslandi var öðruvísi en pönkið í Bretlandi því það var svo mikil gleði í kringum þetta hér. Pönkið í Bretlandi var svolítið eins og stéttabarátta en á Íslandi var það ákall um frelsi. Við vorum að uppgötva að heimurinn væri fullur af möguleikum,“ segir Eyþór. Síðustu ár hefur hann meira verið þekktur fyrir að vera athafnamaður og pólitíkus en ekki syngjandi á sviði. Hann er stjórnarformaður í hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours sem á og rekur fjóra báta. „Það er mjög skemmtileg útgerð og jákvæður andi svífur yfir enda er ég með gott starfsfólk,“ segir hann kátur. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Í kvöld fara fram fullveldispönktónleikar á Hard Rock. Þar stígur á svið Tappi tíkarrass sem spilaði síðast í Safarí árið 1985. Eyþór Arnalds, upprunalegi söngvari hljómsveitarinnar, mun þenja raddböndin. „Æfingar hafa gengið vonum framar. Við hittumst á þriðjudag og mundum allt og þetta lofar góðu. Vonandi munum við allt þegar við stöndum á sviðinu,“ segir Eyþór Arnalds en hann mun stíga á svið með Tappa tíkarrass í kvöld á fullveldispönktónleikum sem fram fara á Hard Rock.Skjáskot úr myndinni Rokk í Reykjavík þar sem hljómsveitin spilaði tvö lög, Hroll og Dúkkulísur.Tappa tíkarrass er óþarfi að kynna, en í þeirri hljómsveit sleit sem Björk unglingsskónum með og sló í gegn í Rokki í Reykjavík. Björk verður reyndar ekki með að þessu sinni og því mun upprunalegur söngvari Tappans, Eyþór Arnalds, sjá um söng og önnur tilþrif. Þetta verða fyrstu tónleikar Tappa tíkarrass síðan hljómsveitin spilaði síðast í Safarí 1985. „Ég var söngvari á undan Björk og síðar með henni. Við vorum saman í Rokki í Reykjavík en ég hætti í hljómsveitinni þegar ég fór að læra á selló,“ segir Eyþór. „Það má kalla þetta endurkomu mína í pönkið en hljómsveitin er svo forn að hún spilaði síðast árið 1985. Síðan hefur hún legið í dvala. En mér þykir vænt um þessa hljómsveit, þetta voru og eru miklir vinir mínir og pönkið á Íslandi var mjög fallegt.“ Upphaflega áttu Taugadeildin og Q4U að spila á tónleikunum en vegna hjartaþræðingar Árna Daníels Júlíussonar duttu þær út. Í staðinn telja Suð og Tappi tíkarrass í myljandi pönk. Suð er rokktríó sem sendi frá sér sína aðra plötu á dögunum – Meira suð. Eyþór syngur með Björk. Skjáskot úr Rokk í Reykjavík frá árinu 1985.Fræbbblarnir byrja kvöldið og Jonee Jonee endar það, en bandið kom síðast fram árið 1982. „Pönkið á Íslandi var öðruvísi en pönkið í Bretlandi því það var svo mikil gleði í kringum þetta hér. Pönkið í Bretlandi var svolítið eins og stéttabarátta en á Íslandi var það ákall um frelsi. Við vorum að uppgötva að heimurinn væri fullur af möguleikum,“ segir Eyþór. Síðustu ár hefur hann meira verið þekktur fyrir að vera athafnamaður og pólitíkus en ekki syngjandi á sviði. Hann er stjórnarformaður í hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours sem á og rekur fjóra báta. „Það er mjög skemmtileg útgerð og jákvæður andi svífur yfir enda er ég með gott starfsfólk,“ segir hann kátur.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira