Lögfræðingar Stevens Averys myndu breyta hundrað atriðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. desember 2016 07:00 Jerry Buting og Dean Strang voru lögfræðingar Stevens Avery. Nordicphotos/Getty Dean Strang og Jerry Buting voru lögfræðingar Bandaríkjamannsins Stevens Avery árið 2007 þegar hann var ákærður, og loks sakfelldur, fyrir morðið á Teresu Halbach. Feikivinsæl heimildarþáttaröð, Making a Murderer, var gefin út á Netflix fyrr á árinu og velta því margir fyrir sér eftir áhorfið hvort Avery og frændi hans, Brendan Dassey sem einnig var sakfelldur, hafi í raun verið sekir. Í viðtali við Fréttablaðið segjast Strang og Buting vera á því að kerfið hafi brugðist Avery þar sem hann hafi verið sakfelldur án þess að sekt hans hafi verið sönnuð.Steven Avery, viðfangsefni Making a Murderer.nordicphotos/gettyMálið í hnotskurnSteven Avery, sem rak bílakirkjugarð með fjölskyldu sinni í Manitowoc-sýslu í Wisconsin, var sakfelldur árið 1985 fyrir nauðgun. Avery hlaut 32 ára fangelsisdóm. Eftir að hafa setið inni í átján ár komu fram ný DNA-sönnunargögn sem sýndu fram á sakleysi hans og var honum sleppt árið 2003. Avery kærði sýsluna vegna rangra sakargifta en áður en málið var tekið fyrir hvarf ljósmyndarinn Teresa Halbach. Það var árið 2005. Stuttu seinna fannst bíll hennar, brenndar líkamsleifar og önnur sönnunargögn á lóð Averys og var hann ákærður fyrir morð. Við yfirheyrslu játaði fimmtán ára þroskaskertur frændi Averys, Brendan Dassey, að hann hefði staðið að morðinu á Halbach sem og nauðgun og afskræmingu líkamsleifa með Avery. Dassey var einnig ákærður. Meðferð mála frændanna hefur verið umdeild og sérstaklega eftir sýningu heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer sem fjallar um þá frændur. Eru þar færð rök fyrir því að játning Dasseys hafi verið þvinguð og að sönnunargögnum í málinu hafi verið komið fyrir af lögreglu til þess að koma Avery aftur á bak við lás og slá og fá með því uppreist æru fyrir að hafa staðið að fyrri sakfellingu hans. Nú hefur játning Dasseys verið dæmt ómerk og til stendur að rannsaka á ný hvort lögregla hafi komið téðum sönnunargögnum fyrir.Brendan Dassey.Mynd/skjáskotÞættirnir voru sanngjarnirSaksóknarinn í málinu, Ken Kratz, hefur haldið því fram að þættirnir hafi verið ósanngjarnir og sýnt hlið Averys í mun jákvæðara ljósi. Fannst ykkur þættirnir setja málið fram á nákvæman og sanngjarnan hátt?„Á sanngjarnan hátt, já, og að vissu leyti á nákvæman hátt. Þeir sýndu þó ekki hvert einasta smáatriði. Heimildarmyndargerðarmennirnir sýndu öll þau sönnunargögn og allar þær rökfærslur sem báðar hliðar héldu fram að væru mikilvægustu þættir málsins á meðan meðferð þess fór fram. Afraksturinn var rúmlega þrír klukkutímar af myndefni frá réttarhöldunum sjálfum. Auðvitað sýndu þeir ekki öll réttarhöldin en mér fannst afraksturinn vera sanngjörn og nákvæm samantekt,“ segir Strang. Þeir segja einnig að þættirnir og vinsældir þeirra hafi haft umtalsverð áhrif á starf þeirra. „Fjöldi staða sem við höfum ferðast til og talað á hefur auðvitað bitnað á tímanum sem við höfum á skrifstofunni. Ég myndi segja að ég sé bara að sinna helmingi skrifstofustarfanna sem ég gerði fyrir tíu mánuðum. En við erum ekki að ferðast allan tímann svo við getum enn mætt á skrifstofuna og í dómssal og gert það sem við þurfum að gera,“ segir Buting. Hann segir almenning núna vera að sýna málum sem hann hafi einbeitt sér að allan sinn feril athygli. Þeir félagar hafi nýtt athyglina til að tala við almenning um það sem mætti betur fara í bandarísku réttarkerfi.Réttarhöldin merki um vankanta kerfisins„Mjög fáir eru á því að kerfið sé í lagi eftir að hafa horft á þættina. Burtséð frá því hvað þeim finnst um sekt eða sakleysi Stevens Avery,“ segir Buting og bætir við: „Ég held að stærsta lexían sem megi læra af þáttunum sé sú að maður þurfi að fylgjast með dómstólum til að tryggja að ferlið sé réttlátt. Þrátt fyrir að lögin eigi að tryggja réttlæti dugar það ekki alltaf til.“ Málflutningur ykkar gekk út á að lögregla hefði vísvitandi reynt að koma sök á Avery og Dassey með því að koma fyrir sönnunargögnum. Var það rétt ákvörðun?„Sönnunargögnin leiddu okkur að þeirri taktík en auðvitað var megininntak málflutnings okkar það að talsverður vafi lék á um sekt Averys. Vafinn var meðal annars vegna vafasamrar rannsóknar og aðstæðna þar sem lykilsönnunargögn í málinu fundust. Lögreglan í Manitowoc-sýslu átti ekki að vera viðriðin rannsóknina vegna hagsmunaágreinings sem myndaðist vegna lögsóknar Averys gegn henni,“ segir Buting. Sú lögsókn var vegna þess að Avery hafði áður verið ranglega sakfelldur fyrir nauðgun og sat inni fyrir hana í átján ár.En mynduð þið breyta einhverju ef þið gætuð flutt málið aftur?„Örugglega hundrað hlutum. Við erum níu árum eldri og reyndari. Stærsta spurningin snýst um að á þeim tíma tókum við mjög mikilvægar ákvarðanir. Í fyrsta lagi hvort við hefðum átt að fara fram á að réttarhöldin yrðu haldin í annarri sýslu með kviðdómi þaðan. Í öðru lagi hvort við hefðum átt að fara fram á ógildingu réttarhaldanna eftir að einn kviðdómenda þurfti að víkja frá eftir fyrsta daginn. Þar með hefðu réttarhöldin byrjað upp á nýtt. Þetta voru tvær mikilvægustu og umdeildustu ákvarðanirnar sem við þurftum að taka. Fyrir mitt leyti myndi ég taka sömu ákvarðanir eftir níu ára umhugsunarfrest,“ segir Strang. Þeir segja einnig að grafískar lýsingar saksóknarans Kratz af meintu athæfi Averys og Dasseys, sem þeir byggðu á játningu þess síðarnefnda, hafi fest í hugum kviðdómenda. „Ég held að okkur finnist það báðum hafa verið stærsta hindrun okkar. Fólk grípur oft fyrstu frásögn sem það heyrir og trúir henni. Sérstaklega þegar hún kemur úr munni lögreglu og saksóknara. Í þessu tilfelli var blaðamannafundurinn óvenjulegur, fæstir saksóknarar halda slíkan blaðamannafund og hvað þá með málflutningi sem hægt var að sýna fram á að væri ósannur,“ segir Buting.Ken Kratz, saksóknari.Mynd/skjáskotFylgjast enn meðÞrátt fyrir að vera ekki lengur viðriðnir mál Averys og Dasseys fylgjast þeir vel með fréttum. Nýlega hafa fréttir birst af því að mögulega standi til að sleppa Dassey. Buting segir að alríkisdómari hafi úrskurðað játningu Dasseys þvingaða og fyrirskipað í kjölfarið að honum yrði sleppt eftir að lögfræðingar Dasseys fóru fram á slíkt. „Þá áfrýjaði ríkissaksóknari þeim úrskurði og fór fram á að Dassey yrði ekki sleppt fyrr en dómari hefði heyrt áfrýjunina. Við því var orðið.“ Einnig stendur til að gera nýjar prufur á DNA-sönnunargögnum í máli Averys. Þær prufur gætu skorið úr um aldur blóðs Averys sem fannst á vettvangi. Strang segir að annaðhvort séu sýnin frá árinu 2005 og sýni þar með að Avery hafi líklega verið í bíl Halbach kvöldið sem hún var myrt, eða frá 1996 og því augljóst að lögregla hafi komið blóðinu fyrir á vettvangi.En eruð þið enn í sambandi við Avery?„Ekki beint. Hann er með annan lögfræðing sem kemur í veg fyrir að við höfum beint samband við hann. Við erum hins vegar í sambandi við fjölskylduna og lögfræðing hans. Fjölskyldan heldur enn í vonina,“ segir Strang.Hlakka til komunnarStrang og Buting munu spjalla um Making a Murderer, mál Averys og réttarkerfið, við Íslendinga í Hörpu þann 26. mars næstkomandi. Hvernig kom það til? „Við fengum boð frá Íslandi í gegnum umboðsmann okkar í Minnesota. Okkur þótti það mjög heillandi,“ segir Strang. Þeir hafi viljað ræða réttarkerfið við Bandaríkjamenn sem og íbúa annarra landa. Þetta hafi verið frábært tækifæri til þess. „Sérstaklega þar sem tugir Íslendinga sendu okkur tölvupósta með ábendingum og spurningum eftir að hafa horft á Making a Murderer. Ísland er eitt þeirra landa sem sýndu einna sterkust viðbrögð við þáttunum. Þess vegna, og vegna þess hversu yndisleg borg Reykjavík er og hversu frábært land Ísland er, var rökrétt að þiggja boðið,“ segir Strang. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Beiðni um áfrýjun í máli Steven Avery fyrir dómstóla í lok ágúst Nýr lögfræðingur segist hafa nýtt vitni og ný sönnunargögn í málinu. Avery sagður bjartsýnn á að losna úr fangelsi. 19. ágúst 2016 23:02 Dassey verður ekki sleppt Ríkissaksóknari í Wisconsin-ríki áfrýjaði fyrr í vikunni dómi þar sem fram kom að Brendan Dassey, sem kom fram í þáttunum Making a Murderer, skyldi sleppt. 17. nóvember 2016 19:54 Dómari úrskurðar að Brendan Dassey skuli tafarlaust sleppt úr haldi Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með máli Dassey og Steven Avery eftir sýningu þáttaráðarinnar Making a Murderer. 14. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Dean Strang og Jerry Buting voru lögfræðingar Bandaríkjamannsins Stevens Avery árið 2007 þegar hann var ákærður, og loks sakfelldur, fyrir morðið á Teresu Halbach. Feikivinsæl heimildarþáttaröð, Making a Murderer, var gefin út á Netflix fyrr á árinu og velta því margir fyrir sér eftir áhorfið hvort Avery og frændi hans, Brendan Dassey sem einnig var sakfelldur, hafi í raun verið sekir. Í viðtali við Fréttablaðið segjast Strang og Buting vera á því að kerfið hafi brugðist Avery þar sem hann hafi verið sakfelldur án þess að sekt hans hafi verið sönnuð.Steven Avery, viðfangsefni Making a Murderer.nordicphotos/gettyMálið í hnotskurnSteven Avery, sem rak bílakirkjugarð með fjölskyldu sinni í Manitowoc-sýslu í Wisconsin, var sakfelldur árið 1985 fyrir nauðgun. Avery hlaut 32 ára fangelsisdóm. Eftir að hafa setið inni í átján ár komu fram ný DNA-sönnunargögn sem sýndu fram á sakleysi hans og var honum sleppt árið 2003. Avery kærði sýsluna vegna rangra sakargifta en áður en málið var tekið fyrir hvarf ljósmyndarinn Teresa Halbach. Það var árið 2005. Stuttu seinna fannst bíll hennar, brenndar líkamsleifar og önnur sönnunargögn á lóð Averys og var hann ákærður fyrir morð. Við yfirheyrslu játaði fimmtán ára þroskaskertur frændi Averys, Brendan Dassey, að hann hefði staðið að morðinu á Halbach sem og nauðgun og afskræmingu líkamsleifa með Avery. Dassey var einnig ákærður. Meðferð mála frændanna hefur verið umdeild og sérstaklega eftir sýningu heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer sem fjallar um þá frændur. Eru þar færð rök fyrir því að játning Dasseys hafi verið þvinguð og að sönnunargögnum í málinu hafi verið komið fyrir af lögreglu til þess að koma Avery aftur á bak við lás og slá og fá með því uppreist æru fyrir að hafa staðið að fyrri sakfellingu hans. Nú hefur játning Dasseys verið dæmt ómerk og til stendur að rannsaka á ný hvort lögregla hafi komið téðum sönnunargögnum fyrir.Brendan Dassey.Mynd/skjáskotÞættirnir voru sanngjarnirSaksóknarinn í málinu, Ken Kratz, hefur haldið því fram að þættirnir hafi verið ósanngjarnir og sýnt hlið Averys í mun jákvæðara ljósi. Fannst ykkur þættirnir setja málið fram á nákvæman og sanngjarnan hátt?„Á sanngjarnan hátt, já, og að vissu leyti á nákvæman hátt. Þeir sýndu þó ekki hvert einasta smáatriði. Heimildarmyndargerðarmennirnir sýndu öll þau sönnunargögn og allar þær rökfærslur sem báðar hliðar héldu fram að væru mikilvægustu þættir málsins á meðan meðferð þess fór fram. Afraksturinn var rúmlega þrír klukkutímar af myndefni frá réttarhöldunum sjálfum. Auðvitað sýndu þeir ekki öll réttarhöldin en mér fannst afraksturinn vera sanngjörn og nákvæm samantekt,“ segir Strang. Þeir segja einnig að þættirnir og vinsældir þeirra hafi haft umtalsverð áhrif á starf þeirra. „Fjöldi staða sem við höfum ferðast til og talað á hefur auðvitað bitnað á tímanum sem við höfum á skrifstofunni. Ég myndi segja að ég sé bara að sinna helmingi skrifstofustarfanna sem ég gerði fyrir tíu mánuðum. En við erum ekki að ferðast allan tímann svo við getum enn mætt á skrifstofuna og í dómssal og gert það sem við þurfum að gera,“ segir Buting. Hann segir almenning núna vera að sýna málum sem hann hafi einbeitt sér að allan sinn feril athygli. Þeir félagar hafi nýtt athyglina til að tala við almenning um það sem mætti betur fara í bandarísku réttarkerfi.Réttarhöldin merki um vankanta kerfisins„Mjög fáir eru á því að kerfið sé í lagi eftir að hafa horft á þættina. Burtséð frá því hvað þeim finnst um sekt eða sakleysi Stevens Avery,“ segir Buting og bætir við: „Ég held að stærsta lexían sem megi læra af þáttunum sé sú að maður þurfi að fylgjast með dómstólum til að tryggja að ferlið sé réttlátt. Þrátt fyrir að lögin eigi að tryggja réttlæti dugar það ekki alltaf til.“ Málflutningur ykkar gekk út á að lögregla hefði vísvitandi reynt að koma sök á Avery og Dassey með því að koma fyrir sönnunargögnum. Var það rétt ákvörðun?„Sönnunargögnin leiddu okkur að þeirri taktík en auðvitað var megininntak málflutnings okkar það að talsverður vafi lék á um sekt Averys. Vafinn var meðal annars vegna vafasamrar rannsóknar og aðstæðna þar sem lykilsönnunargögn í málinu fundust. Lögreglan í Manitowoc-sýslu átti ekki að vera viðriðin rannsóknina vegna hagsmunaágreinings sem myndaðist vegna lögsóknar Averys gegn henni,“ segir Buting. Sú lögsókn var vegna þess að Avery hafði áður verið ranglega sakfelldur fyrir nauðgun og sat inni fyrir hana í átján ár.En mynduð þið breyta einhverju ef þið gætuð flutt málið aftur?„Örugglega hundrað hlutum. Við erum níu árum eldri og reyndari. Stærsta spurningin snýst um að á þeim tíma tókum við mjög mikilvægar ákvarðanir. Í fyrsta lagi hvort við hefðum átt að fara fram á að réttarhöldin yrðu haldin í annarri sýslu með kviðdómi þaðan. Í öðru lagi hvort við hefðum átt að fara fram á ógildingu réttarhaldanna eftir að einn kviðdómenda þurfti að víkja frá eftir fyrsta daginn. Þar með hefðu réttarhöldin byrjað upp á nýtt. Þetta voru tvær mikilvægustu og umdeildustu ákvarðanirnar sem við þurftum að taka. Fyrir mitt leyti myndi ég taka sömu ákvarðanir eftir níu ára umhugsunarfrest,“ segir Strang. Þeir segja einnig að grafískar lýsingar saksóknarans Kratz af meintu athæfi Averys og Dasseys, sem þeir byggðu á játningu þess síðarnefnda, hafi fest í hugum kviðdómenda. „Ég held að okkur finnist það báðum hafa verið stærsta hindrun okkar. Fólk grípur oft fyrstu frásögn sem það heyrir og trúir henni. Sérstaklega þegar hún kemur úr munni lögreglu og saksóknara. Í þessu tilfelli var blaðamannafundurinn óvenjulegur, fæstir saksóknarar halda slíkan blaðamannafund og hvað þá með málflutningi sem hægt var að sýna fram á að væri ósannur,“ segir Buting.Ken Kratz, saksóknari.Mynd/skjáskotFylgjast enn meðÞrátt fyrir að vera ekki lengur viðriðnir mál Averys og Dasseys fylgjast þeir vel með fréttum. Nýlega hafa fréttir birst af því að mögulega standi til að sleppa Dassey. Buting segir að alríkisdómari hafi úrskurðað játningu Dasseys þvingaða og fyrirskipað í kjölfarið að honum yrði sleppt eftir að lögfræðingar Dasseys fóru fram á slíkt. „Þá áfrýjaði ríkissaksóknari þeim úrskurði og fór fram á að Dassey yrði ekki sleppt fyrr en dómari hefði heyrt áfrýjunina. Við því var orðið.“ Einnig stendur til að gera nýjar prufur á DNA-sönnunargögnum í máli Averys. Þær prufur gætu skorið úr um aldur blóðs Averys sem fannst á vettvangi. Strang segir að annaðhvort séu sýnin frá árinu 2005 og sýni þar með að Avery hafi líklega verið í bíl Halbach kvöldið sem hún var myrt, eða frá 1996 og því augljóst að lögregla hafi komið blóðinu fyrir á vettvangi.En eruð þið enn í sambandi við Avery?„Ekki beint. Hann er með annan lögfræðing sem kemur í veg fyrir að við höfum beint samband við hann. Við erum hins vegar í sambandi við fjölskylduna og lögfræðing hans. Fjölskyldan heldur enn í vonina,“ segir Strang.Hlakka til komunnarStrang og Buting munu spjalla um Making a Murderer, mál Averys og réttarkerfið, við Íslendinga í Hörpu þann 26. mars næstkomandi. Hvernig kom það til? „Við fengum boð frá Íslandi í gegnum umboðsmann okkar í Minnesota. Okkur þótti það mjög heillandi,“ segir Strang. Þeir hafi viljað ræða réttarkerfið við Bandaríkjamenn sem og íbúa annarra landa. Þetta hafi verið frábært tækifæri til þess. „Sérstaklega þar sem tugir Íslendinga sendu okkur tölvupósta með ábendingum og spurningum eftir að hafa horft á Making a Murderer. Ísland er eitt þeirra landa sem sýndu einna sterkust viðbrögð við þáttunum. Þess vegna, og vegna þess hversu yndisleg borg Reykjavík er og hversu frábært land Ísland er, var rökrétt að þiggja boðið,“ segir Strang.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Beiðni um áfrýjun í máli Steven Avery fyrir dómstóla í lok ágúst Nýr lögfræðingur segist hafa nýtt vitni og ný sönnunargögn í málinu. Avery sagður bjartsýnn á að losna úr fangelsi. 19. ágúst 2016 23:02 Dassey verður ekki sleppt Ríkissaksóknari í Wisconsin-ríki áfrýjaði fyrr í vikunni dómi þar sem fram kom að Brendan Dassey, sem kom fram í þáttunum Making a Murderer, skyldi sleppt. 17. nóvember 2016 19:54 Dómari úrskurðar að Brendan Dassey skuli tafarlaust sleppt úr haldi Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með máli Dassey og Steven Avery eftir sýningu þáttaráðarinnar Making a Murderer. 14. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59
Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14
Beiðni um áfrýjun í máli Steven Avery fyrir dómstóla í lok ágúst Nýr lögfræðingur segist hafa nýtt vitni og ný sönnunargögn í málinu. Avery sagður bjartsýnn á að losna úr fangelsi. 19. ágúst 2016 23:02
Dassey verður ekki sleppt Ríkissaksóknari í Wisconsin-ríki áfrýjaði fyrr í vikunni dómi þar sem fram kom að Brendan Dassey, sem kom fram í þáttunum Making a Murderer, skyldi sleppt. 17. nóvember 2016 19:54
Dómari úrskurðar að Brendan Dassey skuli tafarlaust sleppt úr haldi Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með máli Dassey og Steven Avery eftir sýningu þáttaráðarinnar Making a Murderer. 14. nóvember 2016 21:08