Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 15:07 Tsai Ing-wen og Donald Trump V'isir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varði í nótt umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem alla jafna hefur gengið undir nafninu „Eitt Kína.“ Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllastÁrið 1972 tóku Bandaríkin upp „Eitt Kína“-stefnu sína eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979 en Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.„Ég ítreka að það er einungis eitt Kína í heiminum og að Taívan er óaðskiljanlegur hluti kínversks landssvæðis. Stefnan um „Eitt Kína“- er grunnur samskipta Kína og Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska utanríkisráðuneytsins. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Trump hefur verið duglegur við að svara fyrir sig á samskiptamiðlinum Twitter, bæði áður sem og eftir að ljóst var að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Það varð engin breyting á því í nótt. Þar sagði hann að frumkvæðið að samtalinu hafi komið frá forseta Taívans og að honum þætti furðulegt hvernig „Bandaríkin seldu Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en mættu síðan ekki taka við heillaóskum.“Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varði í nótt umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem alla jafna hefur gengið undir nafninu „Eitt Kína.“ Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllastÁrið 1972 tóku Bandaríkin upp „Eitt Kína“-stefnu sína eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979 en Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.„Ég ítreka að það er einungis eitt Kína í heiminum og að Taívan er óaðskiljanlegur hluti kínversks landssvæðis. Stefnan um „Eitt Kína“- er grunnur samskipta Kína og Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska utanríkisráðuneytsins. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Trump hefur verið duglegur við að svara fyrir sig á samskiptamiðlinum Twitter, bæði áður sem og eftir að ljóst var að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Það varð engin breyting á því í nótt. Þar sagði hann að frumkvæðið að samtalinu hafi komið frá forseta Taívans og að honum þætti furðulegt hvernig „Bandaríkin seldu Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en mættu síðan ekki taka við heillaóskum.“Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016
Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira