Magnaður endasprettur Grindvíkinga í bikarnum | Myndir frá auðveldum sigri KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:02 Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira