Svíkja synthana Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. desember 2016 10:00 Hljómsveitin Hjálmar ætla að snúa aftur í lífrænan hljóm sinna fyrri verka. Vísir/Anton Brink Við erum að semja nýja plötu, þetta verður aðeins öðruvísi núna, verður meira inni í einum kassa og fókuseraðra í einum reggístíl. Vonandi, þó að maður teikni eitthvað upp í hausnum áður en maður fer inn og það breytist á leiðinni, þá stefnum við á að hafa þetta lífrænna en það hefur verið undanfarið. Þetta er búin að vera svolítið mikil elektróník svona í tískunni upp á síðkastið og maður á auðvitað aldrei að vera í tískunni,“ svarar Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum, þegar ég spyr hann út í nýja lagið sem Hjálmar gefa út í dag en það er greinilega forsmekkurinn að nýrri plötu frá þeim. Þetta nýja lag hefur verið titlað Allt er eitt. „Þetta lag er í þessum stíl, það eru engir synthar í því til dæmis. Fyrir upptökumanninn er mjög gaman að hafa smá elektróník því að þá er hægt að hafa mjög „powerful“ sánd en það er líka að nota bara míkrófónana því þá færðu loftið og organik fíling. Það er mjög gaman að taka upp þannig, maður var næstum búinn að gleyma því hafandi verið svo lengi í hinu. Stælarnir koma manni bara ákveðið langt en gott lag kemur manni miklu lengra – það er svona hugsunin sem við erum með í kringum lagasmíðaferlið okkar,“ segir Kiddi, en hann er auðvitað mikill upptökunörd.Ætlið þið að taka þetta upp hér á landinu eða munið þið leggjast í ferðalög eins og þið hafið oft í kringum ykkar upptökur? „Það er reyndar ekki alveg komið á hreint enn. Við höfum aðallega verið að fara eitthvað til að fá fókus. Við erum allir komnir með nokkuð mörg börn og þegar maður þarf að ná í og skutla og svo er starfsdagur í leikskólanum og allt þetta – þá gerist þetta stundum allt svo hægt og þá getur maður stundum svikið fjölskylduna og sagt, „jæja nú þurfa kallarnir að fara að vinna“ – og þá getur maður gert ansi margt á nokkrum dögum. Og síðan er oft líka gaman að heimsækja sögufræg stúdíó, það er rosa skemmtilegt og gefandi, sérstaklega fyrir mig verandi í upptökuheiminum.“Það má alveg segja að þið hafið haft hægt um ykkur upp á síðkastið ekki satt? „Siggi bjó náttúrulega í Noregi, en er fluttur heim og Steini og ég fórum um allan heim með Ásgeiri [Trausta] – á sama tíma var Siggi að ferðast með Erlendi Øye, en núna erum við allir heima og þá er bara að njóta þess að spila. Við höfum nú verið að spila annað slagið. Ásgeir fer að detta í gang aftur bráðum og spurning hvað gerist þá, en það tekur enga stund að gera plötu svona þegar það er búið að semja öll lögin,“ segir Kiddi að lokum, en Hjálmar verða meðal annars að spila á nýársfögnuði Bryggjunnar Brugghúss þar sem vafalaust verður talið í nokkur ný lög. Hér fyrir neðan má svo hlýða á nýjustu afurð Hjáma, Allt er eitt: Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Við erum að semja nýja plötu, þetta verður aðeins öðruvísi núna, verður meira inni í einum kassa og fókuseraðra í einum reggístíl. Vonandi, þó að maður teikni eitthvað upp í hausnum áður en maður fer inn og það breytist á leiðinni, þá stefnum við á að hafa þetta lífrænna en það hefur verið undanfarið. Þetta er búin að vera svolítið mikil elektróník svona í tískunni upp á síðkastið og maður á auðvitað aldrei að vera í tískunni,“ svarar Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum, þegar ég spyr hann út í nýja lagið sem Hjálmar gefa út í dag en það er greinilega forsmekkurinn að nýrri plötu frá þeim. Þetta nýja lag hefur verið titlað Allt er eitt. „Þetta lag er í þessum stíl, það eru engir synthar í því til dæmis. Fyrir upptökumanninn er mjög gaman að hafa smá elektróník því að þá er hægt að hafa mjög „powerful“ sánd en það er líka að nota bara míkrófónana því þá færðu loftið og organik fíling. Það er mjög gaman að taka upp þannig, maður var næstum búinn að gleyma því hafandi verið svo lengi í hinu. Stælarnir koma manni bara ákveðið langt en gott lag kemur manni miklu lengra – það er svona hugsunin sem við erum með í kringum lagasmíðaferlið okkar,“ segir Kiddi, en hann er auðvitað mikill upptökunörd.Ætlið þið að taka þetta upp hér á landinu eða munið þið leggjast í ferðalög eins og þið hafið oft í kringum ykkar upptökur? „Það er reyndar ekki alveg komið á hreint enn. Við höfum aðallega verið að fara eitthvað til að fá fókus. Við erum allir komnir með nokkuð mörg börn og þegar maður þarf að ná í og skutla og svo er starfsdagur í leikskólanum og allt þetta – þá gerist þetta stundum allt svo hægt og þá getur maður stundum svikið fjölskylduna og sagt, „jæja nú þurfa kallarnir að fara að vinna“ – og þá getur maður gert ansi margt á nokkrum dögum. Og síðan er oft líka gaman að heimsækja sögufræg stúdíó, það er rosa skemmtilegt og gefandi, sérstaklega fyrir mig verandi í upptökuheiminum.“Það má alveg segja að þið hafið haft hægt um ykkur upp á síðkastið ekki satt? „Siggi bjó náttúrulega í Noregi, en er fluttur heim og Steini og ég fórum um allan heim með Ásgeiri [Trausta] – á sama tíma var Siggi að ferðast með Erlendi Øye, en núna erum við allir heima og þá er bara að njóta þess að spila. Við höfum nú verið að spila annað slagið. Ásgeir fer að detta í gang aftur bráðum og spurning hvað gerist þá, en það tekur enga stund að gera plötu svona þegar það er búið að semja öll lögin,“ segir Kiddi að lokum, en Hjálmar verða meðal annars að spila á nýársfögnuði Bryggjunnar Brugghúss þar sem vafalaust verður talið í nokkur ný lög. Hér fyrir neðan má svo hlýða á nýjustu afurð Hjáma, Allt er eitt:
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira