Sport

Feitabolluskálin er líklega þyngsti íþróttaleikur í heimi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stórir strákar þurfa að borða.
Stórir strákar þurfa að borða. mynd/skjáskot
The Fat Bowl eða Feitabolluskálin er líklega þyngsti íþróttaleikur í heimi. Það er árlegur innbyrðis leikur stærstu og þyngstu leikmanna Central Arkansas háskólans í amerískum fótbolta.

Aðeins stóru strákarnir sem spila á bardagalínunni fá að taka þátt en þeir eru allir hærri en 180 cm og þyngri en 110 kíló.

Þarna fá þungu mennirnir sem berjast í skotgröfunum í hverjum leik að láta ljós sitt skína sem leikstjórnendur, útherjar og hlauparar og skora nokkur snertimörk sem þeir eru annars aldrei nálægt að gera.

„Það er kominn tími til að stóru strákarnir fái smá athygli,“ segja þeir.

Þetta er í þriðja sinn sem stóru strákarnir hittast eftir tímabilið og spila innbyrðis en að þessu sinni var það fjólubláa liðið sem vann í miklum stigaleik, 80-76.

Svona stykki eins og þessir strákar eru þurfa mikið að borða og því fá þeir sér góðan snæðing eftir leik en hluti af hefðinni er að fá sér gott að borða.

Brot úr þessum skemmtilega leik má sjá hér að neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×