Langar þig að vita hversu góður leikmaður Larry Bird var? | Sjáðu þetta myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 23:30 Larry Bird. Mynd/Samsett frá Getty Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira