Kári skoraði sjö þriggja stiga körfur í sigri Drexel-háskólans á High Point um síðustu helgi og var í kjölfarið kosinn íþróttamaður vikunnar í skólanum.
Frammistaða Kára hefur kallað á meiri athygli á honum sjálfum og hvaðan hann er. Kári er stoltur Hafnfirðingur og liðsfélagar hans fengu það verkefni að bera nafn íslenska bæjarins fram.
Myndbandið með tilraunum liðfélaga Kára var sett inn á Twitter-síðu körfuboltaliðsins og það er fróðlegt að sjá strákana reyna að bera fram „Hafnarfjörður“
Í stuttu máli má segja að þeir hafi allir fallið á „Hafnarfjarðar-prófinu“ en það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.
Kári var kominn í risastórt hlutverk í Haukaliðinu á síðasta tímabili þegar Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.
Íslenskir körfuboltaáhugamenn vita því alveg hvað strákurinn getur en það er gaman að sjá hann finna fjölina sína strax með Drexel-liðinu.
They weren't even close pic.twitter.com/Ztr9yT2bde
— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) December 9, 2016
Through eight games, our leading scorers include a couple of freshmen and a senior big man #GoDragons pic.twitter.com/uuoVneqD1I
— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) December 8, 2016