Kúba eftir Castro: Þróun efnahagslífsins óljós Sæunn Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:30 Verg landsframleiðsla hefur lítið aukist á Kúbu síðustu áratugi, tækifæri eru þó til útflutnings. Vísir/Getty Eftir fráfall Fidels Castro, fyrrverandi forsætisráðherra Kúbu, á föstudaginn eru margir farnir að velta því fyrir sér hvaða áhrif dauði hans muni hafa á hagkerfi eyjunnar. Skiptar skoðanir eru á stærðargráðu áhrifanna, en svo virðist sem flestir séu sammála um að ekki verði snörp breyting.Bjuggu við fátækt vegna sósíalismaFrá árinu 2008 þegar Raul Castro, bróðir Fidels, tók við hafa orðið umbætur í hagkerfinu og talið er líklegt að sú þróun haldi áfram. Margir telja að Fidel Castro hafi í sinni fimmtíu ára valdatíð valdið miklum efnahagslegum skaða í landi þar sem miklir möguleikar eru á hagvexti. Ellefu milljónir íbúa Kúbu hafa þurft að búa við fátækt, að mati sumra, vegna sósíalismans. Árið 1959 þegar Castro kom til valda var landsframleiðsla á mann á Kúbu um 2.067 dollarar á ári, þetta var þá um tveir þriðju af meðaltalinu innan Rómönsku Ameríku og aðeins hærra en í Ekvador. Árið 1999 var landsframleiðslan tiltölulega óbreytt eða um 2.307 dollarar á mann á Kúbu, til samanburðar var hún orðin 5.618 dollarar í Panama og 3.809 í Ekvador samkvæmt tölum Forbes.Fidel Castro stjórnaði Kúbu í tæp ?fimmtíu ár og var mjög umdeildur.Fráfall Castro auðveldað umbæturAl Jazeera greinir frá því að ólíklegt sé að fráfall Castros hafi í för með sér róttækar breytingar á eyjunni, til skamms tíma litið. Tomas Bilbao, ráðgjafi hjá Engage Cuba samsteypunni, segir í samtali við fréttaveituna að fráfall Castros gæti auðveldað umbætur á Kúbu en hins vegar muni skriffinnska og íhaldssemi hjá hluta ríkisstjórnarinnar sennilega draga úr hraða þeirra. Á síðustu átta árum hefur Raul Castro opnað fyrir frumkvöðlastarfsemi í landinu og rólega breytt hagkerfinu. Kúbverjar hafa getað rekið eigin veitingastaði og gistirými, og fengið hærri laun fyrir betri afköst. Einnig hefur hann unnið að því ásamt Obama Bandaríkjaforseta að liðka fyrir viðskipti milli ríkjanna. Í frétt Telegraph um málið segir að líkur séu á að hann verði enn djarfari eftir fráfall Fidels. Jaime Suchlicki, prófessor við Miami háskóla í Bandaríkjunum, telur þó að Raul muni ekki opna Kúbu fyrir markaðnum þar sem hann sé sósalisti í hug og hjarta. Bandarískir greiningaraðilar hafa trú á að samband ríkjanna tveggja muni halda áfram að batna og að hagkerfi Kúbu muni halda áfram að þróast úr sósíalisma í markaðshagkerfi.Trump vill meira frelsi á KúbuMargir óvissuþættir ríkja þó enn. Donald Trump mun taka við sem forseti Bandaríkjanna, en hann hefur talað fyrir því að bæta ekki viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kúbu nema pólitískt og trúarlegt frelsi aukist á Kúbu. Um 4,3 prósenta hagvöxtur mældist á Kúbu árið 2015 en það dró hins vegar úr honum á þessu ári. Árið 2013 var gefið loforð um að sameina gjaldmiðlanna tvo sem notaðir eru á Kúbu en enn hefur það ekki tekist. Al Jazeera greinir frá því að helsta útflutningsgrein Kúbu síðustu ár hafi verið læknar sem hafi þjónustað ríkari lönd og skilað milljörðum dollara í ríkiskassann. Þörf sé á að efla útflutning á öðrum sviðum til að bæta efnahagsástandið, tækifæri séu til að mynda í landbúnaði. Donald Trump Tengdar fréttir Níu daga þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Mikil fagnaðarlæti hafa verið á götum úti í Miami alla helgina vegna andláts Fidels Castro. Sorg ríkir hins vegar á Kúbu og víða í ríkjum Suður-Ameríku. Þar reiðast menn fagnaðarlátum Miamibúa. 28. nóvember 2016 07:00 Fidel og fólkið Maður hlaut að hrífast af Fidel og hans knáu köppum sem höfðust við í fjöllunum. Þeir komu til byggða og ráku af höndum sér þann auma og dáðlausa lýð sem gengið hafði erinda bandarískra auðvaldsrisa og færðu völdin í hendur alþýðunni. Þeir efldu heilbrigðisþjónustu og læsi – svo að einsdæmi varð í fátæku landi í þriðja heiminum – upprættu vændi og annan ósóma sem dafnað hafði kringum Kanann. 28. nóvember 2016 07:00 Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Kúbumenn órólegir vegna Trump Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna og að Trump muni sjá til þess að hert verður aftur fyrir ferðalög milli landanna og að hann muni herða viðskiptahöft enn frekar. 27. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eftir fráfall Fidels Castro, fyrrverandi forsætisráðherra Kúbu, á föstudaginn eru margir farnir að velta því fyrir sér hvaða áhrif dauði hans muni hafa á hagkerfi eyjunnar. Skiptar skoðanir eru á stærðargráðu áhrifanna, en svo virðist sem flestir séu sammála um að ekki verði snörp breyting.Bjuggu við fátækt vegna sósíalismaFrá árinu 2008 þegar Raul Castro, bróðir Fidels, tók við hafa orðið umbætur í hagkerfinu og talið er líklegt að sú þróun haldi áfram. Margir telja að Fidel Castro hafi í sinni fimmtíu ára valdatíð valdið miklum efnahagslegum skaða í landi þar sem miklir möguleikar eru á hagvexti. Ellefu milljónir íbúa Kúbu hafa þurft að búa við fátækt, að mati sumra, vegna sósíalismans. Árið 1959 þegar Castro kom til valda var landsframleiðsla á mann á Kúbu um 2.067 dollarar á ári, þetta var þá um tveir þriðju af meðaltalinu innan Rómönsku Ameríku og aðeins hærra en í Ekvador. Árið 1999 var landsframleiðslan tiltölulega óbreytt eða um 2.307 dollarar á mann á Kúbu, til samanburðar var hún orðin 5.618 dollarar í Panama og 3.809 í Ekvador samkvæmt tölum Forbes.Fidel Castro stjórnaði Kúbu í tæp ?fimmtíu ár og var mjög umdeildur.Fráfall Castro auðveldað umbæturAl Jazeera greinir frá því að ólíklegt sé að fráfall Castros hafi í för með sér róttækar breytingar á eyjunni, til skamms tíma litið. Tomas Bilbao, ráðgjafi hjá Engage Cuba samsteypunni, segir í samtali við fréttaveituna að fráfall Castros gæti auðveldað umbætur á Kúbu en hins vegar muni skriffinnska og íhaldssemi hjá hluta ríkisstjórnarinnar sennilega draga úr hraða þeirra. Á síðustu átta árum hefur Raul Castro opnað fyrir frumkvöðlastarfsemi í landinu og rólega breytt hagkerfinu. Kúbverjar hafa getað rekið eigin veitingastaði og gistirými, og fengið hærri laun fyrir betri afköst. Einnig hefur hann unnið að því ásamt Obama Bandaríkjaforseta að liðka fyrir viðskipti milli ríkjanna. Í frétt Telegraph um málið segir að líkur séu á að hann verði enn djarfari eftir fráfall Fidels. Jaime Suchlicki, prófessor við Miami háskóla í Bandaríkjunum, telur þó að Raul muni ekki opna Kúbu fyrir markaðnum þar sem hann sé sósalisti í hug og hjarta. Bandarískir greiningaraðilar hafa trú á að samband ríkjanna tveggja muni halda áfram að batna og að hagkerfi Kúbu muni halda áfram að þróast úr sósíalisma í markaðshagkerfi.Trump vill meira frelsi á KúbuMargir óvissuþættir ríkja þó enn. Donald Trump mun taka við sem forseti Bandaríkjanna, en hann hefur talað fyrir því að bæta ekki viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kúbu nema pólitískt og trúarlegt frelsi aukist á Kúbu. Um 4,3 prósenta hagvöxtur mældist á Kúbu árið 2015 en það dró hins vegar úr honum á þessu ári. Árið 2013 var gefið loforð um að sameina gjaldmiðlanna tvo sem notaðir eru á Kúbu en enn hefur það ekki tekist. Al Jazeera greinir frá því að helsta útflutningsgrein Kúbu síðustu ár hafi verið læknar sem hafi þjónustað ríkari lönd og skilað milljörðum dollara í ríkiskassann. Þörf sé á að efla útflutning á öðrum sviðum til að bæta efnahagsástandið, tækifæri séu til að mynda í landbúnaði.
Donald Trump Tengdar fréttir Níu daga þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Mikil fagnaðarlæti hafa verið á götum úti í Miami alla helgina vegna andláts Fidels Castro. Sorg ríkir hins vegar á Kúbu og víða í ríkjum Suður-Ameríku. Þar reiðast menn fagnaðarlátum Miamibúa. 28. nóvember 2016 07:00 Fidel og fólkið Maður hlaut að hrífast af Fidel og hans knáu köppum sem höfðust við í fjöllunum. Þeir komu til byggða og ráku af höndum sér þann auma og dáðlausa lýð sem gengið hafði erinda bandarískra auðvaldsrisa og færðu völdin í hendur alþýðunni. Þeir efldu heilbrigðisþjónustu og læsi – svo að einsdæmi varð í fátæku landi í þriðja heiminum – upprættu vændi og annan ósóma sem dafnað hafði kringum Kanann. 28. nóvember 2016 07:00 Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Kúbumenn órólegir vegna Trump Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna og að Trump muni sjá til þess að hert verður aftur fyrir ferðalög milli landanna og að hann muni herða viðskiptahöft enn frekar. 27. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Níu daga þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Mikil fagnaðarlæti hafa verið á götum úti í Miami alla helgina vegna andláts Fidels Castro. Sorg ríkir hins vegar á Kúbu og víða í ríkjum Suður-Ameríku. Þar reiðast menn fagnaðarlátum Miamibúa. 28. nóvember 2016 07:00
Fidel og fólkið Maður hlaut að hrífast af Fidel og hans knáu köppum sem höfðust við í fjöllunum. Þeir komu til byggða og ráku af höndum sér þann auma og dáðlausa lýð sem gengið hafði erinda bandarískra auðvaldsrisa og færðu völdin í hendur alþýðunni. Þeir efldu heilbrigðisþjónustu og læsi – svo að einsdæmi varð í fátæku landi í þriðja heiminum – upprættu vændi og annan ósóma sem dafnað hafði kringum Kanann. 28. nóvember 2016 07:00
Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34
Kúbumenn órólegir vegna Trump Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna og að Trump muni sjá til þess að hert verður aftur fyrir ferðalög milli landanna og að hann muni herða viðskiptahöft enn frekar. 27. nóvember 2016 10:52