Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 12:45 Úrslit leiksins. Til hægri er Ólöf Helga. Samsett mynd/Facebbok/Vísir Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira