Trump kynnir fyrstu aðgerðir sínar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57
Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27