Útlit er fyrir að fjórði ársfjórðungur verði góður fyrir bandaríska hagkerfið en það virðist vera að styrkjast í aðdraganda forsetatíðar Donalds Trump.
Reuters greinir frá því að pantanir á vörum framleiddum í Bandaríkjunum hafi aukist í október, vegna aukinnar eftirspurnar eftir vélum og öðrum tólum. Þetta sé ein vísbending um að fjórði ársfjórðungurinn verði góður vestan hafs.
Væntingavísitalan jókst samkvæmt nýjustu tölum. Neytendur virðast telja að sigur Trumps verði jákvæður fyrir persónulegan fjárhag þeirra og framgang í efnahagslífinu.
Þeim sem sóttu um atvinnuleysisbætur fjölgaði milli vikna, sem er í takt við aukið aðhald á vinnumarkaði. Talið er líklegt að stýrivextir verði hækkaðir núna í nóvember í ljósi þessarar aðstæðna.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Bandaríska hagkerfið blómstrar eftir kjör Trumps
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf