Laun ríkra hækkað mest frá kreppunni Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Bandaríkjamenn hafa barist fyrir hækkun lágmarkslauna; launaójöfnuður er gríðarlegur þar í landi. NordicPhotos/Getty Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira