Katla taldi öll Coco Pops-in í heilum kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donald Trump Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 16:39 Katla segist vera mun rólegri í dag eftir talninguna sem hún lagðist í eftir sigur Donald Trump í forsetakosningunum. Vísir/Getty/Facebook Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn. Donald Trump Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn.
Donald Trump Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira