Katla taldi öll Coco Pops-in í heilum kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donald Trump Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 16:39 Katla segist vera mun rólegri í dag eftir talninguna sem hún lagðist í eftir sigur Donald Trump í forsetakosningunum. Vísir/Getty/Facebook Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn. Donald Trump Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn.
Donald Trump Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira