Óttast aukna fordóma í kjölfar sigurs Trump Una Sighvatsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 20:04 Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt. Brexit Donald Trump Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt.
Brexit Donald Trump Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent