Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Mynd af Donald Trump á matrjoska-dúkku innan um aðrar slíkar til sölu í Kiev, höfuðborg Úkraínu. vísir/epa Lýðskrums- og þjóðernisflokkar á hægri vængnum í Evrópu hafa ákaft fagnað sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. „Bravó!“ voru til dæmis fyrstu viðbrögðin frá Jean-Marie Le Pen, hinum aldna stofnanda og fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. „Í dag Bandaríkin, á morgun Frakkland.“ Hann sagði sigur Trumps vera spark í rassinn á því stjórnmála- og fjölmiðlakerfi sem talað hefur máli alþjóðavæðingar viðskiptanna.Marine Le Pen, dóttir stofnandans og núverandi leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.Dóttir hans og núverandi leiðtogi flokksins, Marine Le Pen, tók í sama streng: „Kjör Donalds Trump er góðar fréttir fyrir landið okkar,“ sagði hún og taldi rétt að túlka niðurstöður kosninganna sem sigur frelsisins, ekki sem endalok heimsins heldur endalok tiltekins heims. Félagi þeirra, Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, var ekki síður ánægður og sagði sigur Trumps vera sér og félögum sínum gríðarleg hvatning til frekari dáða. Í Ungverjalandi óskaði Viktor Orban forseti Trump til hamingju: „Mikið eru þetta frábærar fréttir. Lýðræðið er enn á lífi.“Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.Vísir/EPAÍ Bretlandi mátti Nigel Farage, leiðtogi UKIP-flokksins, vart vatni halda. Hann sagði árið 2016 ætla að verða ár tveggja stórra byltinga, fyrst kosninganna í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu og svo kosningu Trumps í Bandaríkjunum: „Ég sem hélt að Brexit væri stórt mál, en svei mér þá, þetta virðist ætla að verða enn þá stærra.” Og Frauke Petry, ein af forystumönnum þýska flokksins AfD, sagði sigur Trumps vera sögulegan: „Bandaríkjamenn hafa kosið nýtt upphaf stjórnmálanna og tekið afstöðu gegn spillingunni.“ Þá fagnar Carl I. Hagen, sem áratugum saman var leiðtogi norska Framfaraflokksins, einnig sigri Trumps. Hann getur jafnframt ekki stillt sig um að skjóta á arftaka sinn, Siv Jensen, sem hefur reynt að gera málflutning flokksmanna hófstilltari eftir að hún tók við leiðtogaembættinu: „Það verður virkilega spennandi að sjá hvort Donald Trump tekst að framkvæma eitthvað af því sem hann hefur sagt, eða hvort embættismönnum og kerfinu tekst að temja hann.“ Allir þessir flokkar, og fleiri til, eiga það sameiginlegt að höfða til óánægju og jafnvel ótta meðal þeirra sem vilja halda í hefðbundið þjóðfélagsmynstur. Þeir hafa varað við innflytjendum, mótmælt áhrifum alþjóðavæðingar og vantreyst stjórnvöldum. Þeir horfa nú greinilega, allir sem einn, til Donalds Trump og vonast til að njóta forystu hans í þessum málum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Lýðskrums- og þjóðernisflokkar á hægri vængnum í Evrópu hafa ákaft fagnað sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. „Bravó!“ voru til dæmis fyrstu viðbrögðin frá Jean-Marie Le Pen, hinum aldna stofnanda og fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. „Í dag Bandaríkin, á morgun Frakkland.“ Hann sagði sigur Trumps vera spark í rassinn á því stjórnmála- og fjölmiðlakerfi sem talað hefur máli alþjóðavæðingar viðskiptanna.Marine Le Pen, dóttir stofnandans og núverandi leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.Dóttir hans og núverandi leiðtogi flokksins, Marine Le Pen, tók í sama streng: „Kjör Donalds Trump er góðar fréttir fyrir landið okkar,“ sagði hún og taldi rétt að túlka niðurstöður kosninganna sem sigur frelsisins, ekki sem endalok heimsins heldur endalok tiltekins heims. Félagi þeirra, Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, var ekki síður ánægður og sagði sigur Trumps vera sér og félögum sínum gríðarleg hvatning til frekari dáða. Í Ungverjalandi óskaði Viktor Orban forseti Trump til hamingju: „Mikið eru þetta frábærar fréttir. Lýðræðið er enn á lífi.“Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.Vísir/EPAÍ Bretlandi mátti Nigel Farage, leiðtogi UKIP-flokksins, vart vatni halda. Hann sagði árið 2016 ætla að verða ár tveggja stórra byltinga, fyrst kosninganna í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu og svo kosningu Trumps í Bandaríkjunum: „Ég sem hélt að Brexit væri stórt mál, en svei mér þá, þetta virðist ætla að verða enn þá stærra.” Og Frauke Petry, ein af forystumönnum þýska flokksins AfD, sagði sigur Trumps vera sögulegan: „Bandaríkjamenn hafa kosið nýtt upphaf stjórnmálanna og tekið afstöðu gegn spillingunni.“ Þá fagnar Carl I. Hagen, sem áratugum saman var leiðtogi norska Framfaraflokksins, einnig sigri Trumps. Hann getur jafnframt ekki stillt sig um að skjóta á arftaka sinn, Siv Jensen, sem hefur reynt að gera málflutning flokksmanna hófstilltari eftir að hún tók við leiðtogaembættinu: „Það verður virkilega spennandi að sjá hvort Donald Trump tekst að framkvæma eitthvað af því sem hann hefur sagt, eða hvort embættismönnum og kerfinu tekst að temja hann.“ Allir þessir flokkar, og fleiri til, eiga það sameiginlegt að höfða til óánægju og jafnvel ótta meðal þeirra sem vilja halda í hefðbundið þjóðfélagsmynstur. Þeir hafa varað við innflytjendum, mótmælt áhrifum alþjóðavæðingar og vantreyst stjórnvöldum. Þeir horfa nú greinilega, allir sem einn, til Donalds Trump og vonast til að njóta forystu hans í þessum málum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira